- Advertisement -

Húsaleigan er helsta fátæktargildran

Anna Pétursdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur.
RUV – Bragi Valgeirsson.

„Fyrst og fremst er það náttúrlega húsnæðiskostnaðurinn. Við sjáum mun á umsækjendum hjá okkur, þeim sem að eru að leigja hjá eins og í félagsbústöðum eða í gegnum sín stéttarfélög, það bara munar mjög miklu og þeir eru ekki eins mikið í mínus og þeir sem að leigja almennum markaði. Það er að sliga fólk algjörlega,“ segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Sömu sögu er að segja um þá sem leita til Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur.

„Við fengum 900 þúsund krónur og svo fengum við tvær og hálfa milljón frá félagsmálaráðuneytinu það kosta 50 milljónir að halda svona á jólaúthlutun. Þannig að ég myndi segja þetta sé ekki neitt. Og Reykjavíkurborg hefur ekki styrkt okkur undanfarin ár þó það sé meirihlutinn Reykvíkingar sem þurfi aðstoð,“ segir Anna Pétrusdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur.

Vilborg Oddsdóttir segir að helst séu það fjölskyldur með börn sem þurfi aðstoð og því séu allt að fimm til sex þúsund manns á bak við umsóknirnar. Bæði Vilborg og Anna segja fjöldann svipaðan og í fyrra. Ástæðurnar fyrir því að fólk þurfi hjálp séu ýmsar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Vilborg segir að fólk sé ekki bara í neyð rétt fyrir jól. „Það þarf að gera bara góðan samning við ríkið um hvernig starf eigum að vinna fyrir þeirra hönd, fyrir hönd ríkisins. Fá þá bara fjármagn svo að við vitum hvað við höfum og hvað við getum gert. En ekki einhverja ölmusu rétt fyrir jól eins og núna, þó að við séum þakklát fyrir það,“ segir hún.

Fréttin er unnin úr frétt á ruv.is.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: