„Sjávarútvegurinn og ferðaþjónustan þurfa ekki, frekar en aðrar atvinnugreinar, á óvissu að halda. Reynsla síðustu ára ætti að hafa kennt okkur að það er ekkert sjálfgefið þegar kemur að þessum mikilvægu atvinnugreinum,“ segir í nýrri Moggagrein Áslaugar Örnu Sigurbjörnssdóttur.
Á öðrum stað segir:
„Þó það kunni að hljóma fjarstæðukennt í eyrum margra stjórnmálamanna, þá er það ekki löstur á atvinnugreinum að ná árangri, skila hagnaði, búa til verðmæti, fjárfesta í nýsköpun og svo framvegis. Um leið og það er sjálfsagt að óska nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í störfum sínum, þá er rétt að minna á mikilvægi þess að styðja í raun og veru við öflugt atvinnulíf. Við þurfum meira á því að halda heldur en það á okkur.“