Flest okkar, alls ekki öll, munum óska þess að verðandi ríkisstjórn eigi framundan gott starf fyrir okkur öll. Það breytir því ekki að framundan er mikil barátta. Bjarni Benediktsson befur þegar sagst ætlað að hann og Sjalfstæðisflokkurinn munu veita harða stjórnarandstöðunni. Málgagnin er þegar byrjað.
Enn er ekki ljóst hvort Sigurður Ingi sé réttkjörinn þingmaður. Það kemur ekki í ljós fyrr en talið verður aftur Kaplakrika. Að ósk Framsóknar sem sýnilega vill frekar fá Willum Þór Þórsson á þing en eigin formann. Þannig er það hjá Framsókn.
Sigmundur Davíð hefur átt bágt pólitískt eftir Wintris. Hann hefur allt annan og meiri þingflokk með sér núna en áður. Það bara dugir ekki til. Hann virðist dæmdur til að vera utan ríkisstjórnar.
Nú er það Valkyrjustjórnin sem verður kynnt um helgina. Það er önnur og betri ásýnd en við höfum kynnst í mörg herrans ár. Ef ekki frá upphafi. Hinir krónísku stjórnarflokkar, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn báðir utan ríkisstjórnar á sama tima.
Nú er að bíða og sjá hver stjórnarsáttmálinn hinar nýju og glaðbeittu og verðandi ríkisstjórnar verður. Sem og ráðherravalið.
Það er mjög gott að karlarnir þrír sitji hjá. Eins er spennandi að sjá hvað verður hjá Valkyrjunum..
-sme