/
Ásgeir Ásgeirsson var forseti Íslands frá 1952 til 1968. 130 ára árstíð Ásgeirs Ásgeirssonar forseta:
Heima er bezt: „Ásgeir Ásgeirsson var fæddur 13. maí 1894 í Kóranesi á Mýrum. Foreldrar hansvoru Ásgeirkaupm. þar Eyþórsson kaupmanns íRvíkFelixsonar og kona hans, Jensína Björg Matthíasdóttir trésmiðs í Reykjavík Markússonar. Hann lauk stúdentsprófi í menntaskólanum í Reykjavík vorið 1912 og guðfræðisprófií HáskólaÍslands 1915. Hann var biskupsskrifari 1915–1916, stundaði framhaldsnám í guðfræði og heimspeki við háskólana í Kaupmannahöfn og Uppsölum 1916–1917 og var bankaritari í Landsbankanum 1917–1918. Kennari við kennaraskólann var hann1918–1927. Á árinu 1926 var hann settur fræðslumálastjóri og skipaður í það embætti ári síðar. Frá 20. ágúst 1931 til 3. júní 1932 var hann fjármálaráðherra, en tók þann dag forsæti í nýrri ríkisstjórn og var forsætisráðherra til 29. júli 1934. Tók hann þá aftur við embætti fræðslumálastjóra og gegndi því fram á árið 1938. Á árunum 1938–1952 var hann bankastjóri Útvegsbanka Íslands. Hinn 1. ágúst 1952 tók hann viðembætti forseta Íslands og gegndi því fram á árið 1968, er hann kaus að draga sig í hléfyrir aldurs sakir, þá kominn nokkuð á áttræðisaldur.“
Það kom í hlut Hannibals Valdimarssonar sem aldursforseta þingsins að minnast Ásgeirs Ásgeirssonar eftir andlát hans.
„Ásgeir Ásgeirsson naut mikils traust sem þingmaður og ráðherra. Honum voru falin hin ýmsu störf fyrir Alþingi. Hann tók fyrst sæti á Alþingi árið 1924 og sat alls á 36 þingum. Þar gegndi hann ýmsum störfum fyrir Alþingi. Sem kunnugt er nam Ásgeir guðfræði.„Ásgeir Ásgeirsson valdi sér guðfræði að háskólanámi og varð síðar kunnur aðfrjálslyndi í trúmálum. Ungur vann hann bankastörf um eins árs skeið, og síðar varðbankastjórn aðalstarf hans árum saman. Margs konar önnur afskipti af fjármálum ogefnahagsmálum hafði hann umævina. Á Alþingi átti hann lengi sæti í fjárhagsnefndog var um skeið fjármálaráðherra,“ sagði Hannibal.
„Hátt á annan áratug var aðalstarf hans kennsla og fræðslumálastjórn, og beitti hann sér þá meðal annars fyrir nýrri lagasetningu um fræðslu barna.Hann átti sæti í utanríkismálanefnd Alþingis og var oft í samninganefndum um viðskipti Íslendinga við aðrar þjóðir. Hann sat á Alþingi tæpa þrjá áratugi við miklar vinsældir og traust af hálfu kjósenda sinna. Hann var forseti Alþingis á hátíð þess 1930 og skipaði þann sess með miklum sóma. Störf hans á svo mörgum sviðum sem hér hefur verið talið og leyst af hendi með sæmd eru augljóst vitni um það traust, sem hann naut, þáhæfileika, sem hann hafði hlotið í vöggugjöf, og þá fjölþættu menntun og lífsreynslu,sem hann aflaði sér um dagana,“ sagði Hannibal.
Ásgeir Ásgeirsson var fyrsti þjóðkjörni forsetinn. Forveri hans, Sveinn Björnsson, var kjörinn af Alþingi á Þingvöllum 17. júní 1944. Ásgeir sat á Bessastöðum í sextán ár. Hann var ekki í kjöri árið 1968, þegar Kristján Eldjárn var kjörinn forseti. Kristján hafði betur gegn GunnariThoroddsen sem var tengdasonur Ásgeirs Ásgeirssonar þá fráfarandi forseta.
Slagorð framboð Ásgeirs var: „Fólkið velurforsetann“. Þannig var að séra Bjarni Jónsson var keppinautur Ásgeirs í kosningum. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsókn stóðu að baki Bjarna.
Þá kom sú fína hugmynd að slagorðiðinu: „Fólkið velir forsetann“.
Af nógu er að taka þegar skrifað er um forsetatíð Ásgeirs. Það hafa mætari menn ég gert. Mig langar að endapistil þennan með að vitna í „góð vin“ Heima er bezt; Guðmund Gíslason Hagalín:
„Ég hef þekkt Ásgeir Ásgeirsson allnáið í nærfellt þrjátíu ár, og þó að ég hafi kynnzt mörgum drenglyndum og glæsilegum vitsmuna-og veraldarmönnum meðal Íslendinga, er það sannfæring mín, að Ásgeir Ásgeirsson sé í ríkara mæli búinn flestum þeim kostum, sem ég tel æskilegt að forseti íslands hafi til að bera, heldur en nokkur annar maður, sem ég þekki. Allir þekkja glæsileik hans og prúðmennsku, og vitsmunir hans, víðtæk menntun og margþætt lífsreynsla er kunn alþjóð, en af langri kynningu þykir mér mest vert um drengskap hans, virðingu hans fyrir sannfæringuannarra manna og rótgróinni ást hans á öllu því bezta og traustasta í íslenzkum menningarerfðum.“
-sme