Þegar Steingrímur J. Sigfússon hætti sem formaður Vinstri grænna og Katrín Jakobsdóttir tók við formennsku skrifaði Davíð Oddsson að Katrín væri fínt gluggaskraut. Davíð var viss um að Steingrímur héldi áfram að stjórna flokknum. Sennilegast er að svo sé þar þar sem Davíð þekkir best til, það er í Sjálfstæðisflokknum.
Á dv.is er fjallað um stöðu Katrínar og nefnir þá gluggaskrautskenningu Davíðs:
„Vitanlega var þar á ferðinni landsþekktur aulahúmor Davíðs Oddssonar ritstjóra blaðsins,“ segir á dv.is.
Svo er komið við í nýjustu sögu þess alls. Nú er Svandís viðfangsefni:
„Með því drap hún stjórnina en vildi samt láta hana starfa lifandi dauða til vors. Loks gerði hún mikil mistök þegar hún neitaði að taka sæti í starfsstjórn í nokkrar vikur þegar forseti Íslands óskaði eftir því. Í einhverju fýlukastinu hafnaði Svandís því.“
Mig langar að enda á þessi kafla greinarinnar á dv.is.
„Katrín Jakobsdóttir og Davíð Oddsson eru þeir tveir fyrrum forsætisráðherrar sem hafa boðið sig fram til embættis Forseta Íslands og ekki náð kjöri. Með því rita þau bæði nöfn sín á spjöld Íslandssögunnar. Skilaboðin eru sennilega þau að kjósendur vilji ekki of mikil tengsl á milli átakastjórnmála og hins virðulega embættis forsetans.“