- Advertisement -

Borgin hunsar eigið samkomulag

…samhliða þarf að reisa svokallað skólaþorp, sem samanstanda mun af færanlegum kennslustofum á bílastæði við Laugardalsvöll.

Bókun Sjálfstæðisflokks í borgrráði.

„Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lýsa vonbrigðum með framgöngu meirihlutans gagnvart skólasamfélaginu í Laugardal. Í október 2022 var samþykkt í þverpólitískri sátt í borgarstjórn að fara þá leið að byggja við Langholtsskóla, Laugarlækjarskóla og Laugarnesskóla, til að mæta langvarandi þörf en jafnframt ríkum vilja skólasamfélagsins. Á vordögum varð þó ljóst að meirihlutinn hyggðist ganga á bak orða sinna, falla frá fyrri áformum og byggja þess í stað einn unglingaskóla. Nú er ljóst að þeim skóla er ætlað að rísa á þríhyrningnum, en sú lóð er og verður á íþróttasvæði Þróttar samkvæmt samkomulagi félagsins við borgina frá 1996. Það er því ljóst að meirihlutinn hefur ákveðið að hefja þessa vegferð í mikilli andstöðu við bæði skólasamfélagið og íþróttafélagið Þrótt,“ segir í bókun Sjálfstæðisflokks í borgarráði.

„Meirihlutinn hefur haldið illa á viðhaldsmálum skólahúsnæðis síðastliðinn áratug. Afleiðingin er meðal annars það alvarlega ástand sem skapast hefur í skólamálum Laugardals. Nú er framundan umtalsvert viðhald skólahúsnæðis í hverfinu en samhliða þarf að reisa svokallað skólaþorp, sem samanstanda mun af færanlegum kennslustofum á bílastæði við Laugardalsvöll. Enn er óljóst í hve mörg ár börnin í Laugardal þurfa að verja sinni grunnskólagöngu á téðu bílastæði. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lýsa ríkum vonbrigðum með málið og munu greiða atkvæði gegn tillögu um skóla- og frístundastarf í Laugardal þegar hún kemur til afgreiðslu í borgarstjórn.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: