- Advertisement -

Innheimtufyrirtæki græði ekki á erfiðri efnahagsstöðu borgarbúa

Fátækt fólk sem er ekki í aðstöðu til þess að greiða reikninga sína á ekki að þurfa að kljást við slík innheimtufyrirtæki.

Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokki Íslands.

„Sósíalistar leggjast gegn því að borgin styðjist við innheimtufyrirtæki til að rukka borgarbúa. Innheimtufyrirtæki eiga ekki að græða á erfiðri efnahagsstöðu borgarbúa. Fátækt fólk sem er ekki í aðstöðu til þess að greiða reikninga sína á ekki að þurfa að kljást við slík innheimtufyrirtæki,“ bókaði Sanna Magdalena Mörtudóttir á fundi borgarráðs í gær.

„Í apríl árið 2022 lögðu Sósíalistar fram tillögu í borgarstjórn um að borgin hætti notkun á starfsemi innheimtufyrirtækja. Þeirri tillögu var vísað til meðferðar borgarráðs en hefur enn ekki fengið afgreiðslu. Eðlilegra væri að taka þá tillögu til umfjöllunar og rýni áður en gengið er til framlengingar á samningi við innheimtufyrirtæki. Sósíalistar leggja áherslu á að fundnar verði leiðir til að koma til móts við stöðu fólks hverju sinni,“ segir í bókun Sönnu Mörtu.

„Flokkur fólksins skilur að það þurfi að vera eitthvert skipulag á innheimtu vangoldinna greiðslna. Fulltrúi Flokks fólksins hefur lengi haft áhyggjur af þeim hópi sem ekki getur greitt reikninga sína vegna sárafátæktar, fólk sem á ekki mat á diskinn.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Helga Þórðardóttir.

Fyrst þegar ákveðið var að innheimtustofnanir önnuðust innheimtu skulda fannst Flokki fólksins gengið of harkalega fram því skuldir smáar sem stórar voru sendar í lögfræðiinnheimtu með ómældum lögfræðikostnaði. Sýna þarf hópi þeirra sem verst eru settir og hafa ekki getað greitt reikninga sína meira umburðarlyndi og skilning. Auka mætti valmöguleika, t.d. auka greiðsludreifingu almennra krafna til enn lengri tíma og fresta gjalddögum í meira mæli,“ segir í bókun Helgu Þórðardóttur Flokki fólksins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: