Frá árinu 2006 hafa aldrei verið eins fáar fasteignir til sölu og nú. Ástæður þessa eru hversu lítið er byggt af nýjum íbúðum, mikil aðsókn leigufélaga í íbúðir og svo útleiga til ferðamanna.
Hraðsölur eigna
Aldrei áður hefur tekið eins stuttan tíma að selja eignir og nú. Að meðaltali selst hver íbúð á 23 dögum, en á síðustu tíu ár hefur tekið um 250 daga að selja hverja eign, að jafnaði. Eða meira tífalt lengur en nú.
Alltof lítið byggt
Í fyrra var lokið við að byggja 1.500 íbúðir á landinu og þar af 1.200 á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir að það teljist nokkuð mikið á allra síðustu, er staðan samt sú, að þetta er langt frá meðaltali síðustu þrjátíu ára.
Á höfuðborgarsvæðinu þyrfi að byggja allt að tvö þíusund íbúðir á ári.
Langt í jafnvægi og verð hækkar enn
Ljóst er að langt er í að jafnvægi verði milli framboðs og eftirspurnar. Allt mun þetta leiða til þess að verðhækkanir munu halda áfram. Bæði á höfuðborgarsvæðinu sem og í stærri kaupstöðum á landinu.