- Advertisement -

Flokkur fólksins er velferðarflokkur

Nú er skýrt ákall frá kjósendum um alvöru lagfæringar á velferðarmálum þjóðarinnar.

Stefán Ólafsson.

Stefán Ólafsson skrifaði:

„Margir hafa velt fyrir sér hvort Flokkur fólksins sé hægri eða vinstri flokkur. Rótin að þeirri óvissu eru þau klókindi Ingu Sæland að neita að skilgreina flokkinn á hægri-vinstri ás, sem og nokkuð ákveðin afstaða í innflytjendamálum.

En þegar nánar er skoðað blasir við að flokkur sem er stofnaður til að draga stórlega úr fátækt og bæta hag lífeyrisþega og lágtekjufólks almennt er ekkert annað en „velferðarflokkur“. Raunar velferðarflokkur „par excellence“! Hann hefur einnig langmest fylgi meðal lágtekjuhópa, sem áður fylgdu að mestu leyti klassískum jafnaðar- og velferðarflokkum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Að því leyti ætti að vera auðvelt að stilla saman Samfylkinguna og Flokk fólksins í ríkisstjórn. Viðreisn gefur sig einnig út fyrir að vera velferðarflokkur að hluta (sbr. slagorðið „Hægri hagstjórn – vinstri velferð“). Þar er samstarfið spurning um vægi hægri og vinstri áherslnanna. Nú er skýrt ákall frá kjósendum um alvöru lagfæringar á velferðarmálum þjóðarinnar.

En með snjalla samningamenn innanborðs, eins og Ragnar Þór hjá Flokki fólksins, Dag B. Eggertsson og fyrrverandi forseta ASÍ hjá Samfylkingunni og fyrrverandi ríkissáttasemjara í liði Viðreisnar þá væri saga til næsta bæjar ef ekki tækist að ná saman um samstarf Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: