- Advertisement -

Grundartangasvæðið skilar 9,1 prósenti af öllum útflutningstekjum Íslands

Vilhjálmur Birgisson skrifaði:

Afar mikilvægt er að auka verðmætasköpun til að hægt sé að viðhalda aukinni velferð hér á landi.

Það er óhætt að segja að Grundartangasvæðið sé svo sannarlega að skila umtalsverðum útflutningstekjum fyrir þjóðarbúið en samtals skiluðu Norðurál og Elkem Ísland 151 milljarði í útflutningstekjur á árinu 2023.

Þú gætir haft áhuga á þessum

En skv. tölum frá Samtökum iðnaðarins skilaði iðnaðurinn mestum útflutningstekjum árið 2023 eða 698 milljörðum, síðan kom ferðaþjónustan með 598 milljarða og þriðja stoðin í gjaldeyrisöflun var sjávarútvegurinn með 352 milljarða.

Á þessu sést að Grundartangasvæðið er að skila 9,1% af útflutningstekjum hér á landi en það er ljóst að útflutningstekjur iðnaðarins munu dragast saman í ljósi langvarandi orkuskerðingar og sem dæmi þá hefur Elkem tapað 4 milljörðum vegna orkuskerðingar á síðustu 2 árum og það kæmi mér ekki á óvart að tap Norðuráls nemi á annan tug milljarða vegna orkuskerðinga síðustu tveggja ára.

Því er eitt brýnasta verkefni komandi stjórnvalda að tryggja raforkuöryggi til að hægt sé að auka verðmætasköpun hér á landi og tryggja að tugir milljarða tapist ekki vegna skerðinga á raforku til fyrirtækja.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: