- Advertisement -

Vill auka vægi samfélagsþjónustu

. „Það er sem sagt á valdi stjórnvalds að ákveða hvort maður sem er dæmdur í fangelsi afplánar það frekar með samfélagsþjónustu eða ekki.“

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram lagafrumvarp á Alþingi um samfélagsþjónustu.

Í greinagerðinni segir: „Óskilorðsbundnir dómar eru… …almennt ekki kveðnir upp yfir yngstu brotamönnunum, enda þrautalending, og er einungis beitt í þeim málum þar sem talið er óverjandi með tilliti til almenningshagsmuna og réttaröryggis að beita skilorðsbundnum dómi. Það er ljóst að samfélagsþjónusta getur verið heppilegri en óskilorðsbundinn fangelsisdómur fyrir unga afbrotamenn ásamt því að hafa mögulega verulegt uppeldislegt gildi. Mikilvægt er að tryggja að slíkur valkostur sé til staðar fyrir dómstóla landsins í málum sem varða unga brotamenn. Slíkt væri í samræmi við þróun á Norðurlöndum þar sem aukin áhersla hefur verið lögð á úrræði til að hvetja ungmenni til góðrar hegðunar og leiða unga brotamenn aftur inn á brautir löghlýðni með margs konar stuðningi og eftirfylgni.“

Þannig er að Fangelsismálastofnun ákveður hvort dæmdir fái að fara í samfélagsþjónustu eða ekki. Logi vill að gerðar verði breytingar á þessu:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Á Íslandi hefur dómari einungis það úrræði, í mörgum málum, að dæma fólk í fangelsi, skilorðsbundið eða óskilorðsbundið. Maður sem er dæmdur í óskilorðsbundið fangelsi getur svo sótt um það til Fangelsismálastofnunar að afplána heldur með samfélagsþjónustu. Það er sem sagt á valdi stjórnvalds að ákveða hvort maður sem er dæmdur í fangelsi afplánar það frekar með samfélagsþjónustu eða ekki. Á þessu eru ýmsir ókostir. Í fyrsta lagi er vafamál hvort þetta uppfyllir skilyrði stjórnarskrár um þrískiptingu ríkisvaldsins, að stjórnvald breyti nýuppkveðnum dómum dómsvaldsins. Í öðru lagi er þetta afar ógagnsætt. Ákvarðanirnar eru ekki birtar, eins og dómar, og því geta dómfelldir ekki áttað sig á hvort þeir njóti jafnræðis við aðra í svipaðri stöðu. Vegna þessa ógagnsæis geta verjendur heldur ekki upplýst skjólstæðinga sína nægilega, við meðferð máls, um hvers þeir geta vænst.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: