- Advertisement -

Lygarar í framboði – segir Björn Leví

Á vef Samstöðvarinnar er frétt úr pólitíkinni.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður og frambjóðandi Pírata, segir að hegðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í framhaldsskóla fyrir norðan, og ekki síst afsakanir hans eftir á, sýni nokkuð vel vandamál íslenskra stjórnmála í hnotskurn. Líkt og frægt er orðið krotaði Sigmundur Davíð á varning annarra flokka í VMA en afsakaði það síðar með því að hann hefði „skreytt“ téðan varning. Um þetta hefur Björn Leví að segja:

„Þetta er dálítið einföld mynd af því hvað er að í íslenskri pólitík. Hérna er frambjóðandinn sem segist vilja skynsemishyggju og vilji ræða innihaldið en ekki umbúðirnar … að uppnefna skólastjóra og umorða taggið sitt á varning sem aðrir flokkar voru að gefa sem skreytingu.“

Björn segir þetta ekki eina dæmið sem hann hafi orðið vitni af þar sem Miðflokksmaður skreytti sannleikann. „Í dag var ég svo í gamla fjölbrautaskólanum mínum í Ármúla þar sem fulltrúi Miðflokksins beinlínis laug að nemendum að Simmi-D hefði borgað of mikla skatta hérna um árið eftir Panamaskjölin – þegar hann sótti um leiðréttingu á skattframtali sínu vegna vangreiddra skatta,“ lýsir Björn. Hann segir þó fleiri en Miðflokksmenn gera þetta:

„Og svo trompaði Guðlaugur Þór þetta með því að reyna að telja fólki trú um að þjóðaratkvæðagreiðsla um nýju stjórnarskrána hefði verið dæmd ólögleg. Það var kosningin um stjórnlagaþing… ekki um nýju stjórnarskrána, til þess að hafa það á hreinu. En já. Vandamálið í hnotskurn.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: