Bjarni formaður Sjálfstæðisflokksins segir pass. Veit ekki hvernig hann á að bera sig að í kosningabaráttunni. Meira að segja hans kæri vopnabróðir, Sigurður Ingi í Framsókn, stráir salti í sár Bjarna. Segir Sjálfstæðsiflsokkinn hafa verið óstarfhæfan um nokkurn tíma. Samt samþykkti Framsókn að gera Bjarna að forsætis-.
Þessi gæjar. Þeir eru hreint ótrúlegir. Í Moggasjónvarpinu í gær bar Sigurður Ingi sig illa. Kenndi slöku gengi um að hann hafi mætt seint til leiks þar sem hann varð að klára fjárlagafrumvarpið og það allt saman. Málið er hins vegar það að eftir að hann mætti á völlinn hefur fylgið hrunið af Framsókn. Og var ekki mikið fyrir.
Bjarni stýrir áður stærsta flokki landsins. Hefur verið svo. Í andleysi og vandræðum hefur hver flokkurinn af öðrum skotist fram úr gamla tröllinu. Sem situr fast á blindskeri. Og verður þar jafnvel í langan tíma. Vonandi kunna einhverjir að segja.
Vopnin snérust í höndum þeirra.
Báðir höfðu þeir, Bjarni og Sigurður Ingi, eflaust legið á bæn og beðið um stýrivaxtalækkun. Þeir voru bænheyrðir. Þá kom hinn frjálsi markaður og hækkaði vextina. Ávinningur skuldara varð engin fyrir margt fólk. Og alls ekki fyrir ráðherrana.
Allir stjórnarflokkarnir eru í verulega vondum málum. Í sjálfum sér er erfitt að sjá að hugsanlega verði fjórir flokkar með meira fylgi en flokkur Bjarna. Og eins að hinir tveir flokkarnir, VG og Framsókn nái jafnvel ekki á þing.
-sme