- Advertisement -

Bjarni hálfdrættingur

Það dimmt framundan hjá Bjarna, flokknum og ekki síst þeim sem hafa haft mestra hagsmuna að gæta meðan flokkurinn hefur verið í ríkisstjórn.

– sme

Nú mælist fylgi Sjálfstæðisflokksins 12,3 prósent. Í kosningunum 2021 fékk flokkurinn 24,4 prósnet. Það þótti lítið. Var eins og fast högg. Stærsti flokkurinn og mesti valdaflokkurinn með aðeins fjórðungs fylgi.

Á allra síðustu árum hefur fylgið minnkað. Nánast frá degi til dags. Bjarni Benediktsson þrjóskast við og situr enn í formannsstóli. Tvennt kemur til greina. Að Bjarni taki fylgishrunið til sín eða þá að hann treysti varaformanninum Þórdísi K.R. Gylfadóttur til að taka við og sigla flokknum út úr brimgarðinum. Ef fer sem horfir verður öll forysta Sjálfstæðisflokksins að játa sig sigraða og víkja af vettvangi. Annað er að nú hillir undir að flokkurinn verði loksins utan stjórnar. Hvað verður um hann þá? Hversu lengi mun hann skrölta áhrifalaus með öllu? Í formannstíð Bjarna hefur flokkurinn jafnvel þríklofnað.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er nokkrar vikur, kannski sex síðan Gunnar Smári, sagði í þættinum Sonum Egils, að Sjálfstæðisflokkurinn ætti á hættu að falla jafnvel í tíu prósent, hugsanlega neðar.

Sjáum hvað verður. Það dimmt framundan hjá Bjarna, flokknum og ekki síst þeim sem hafa haft mestra hagsmuna að gæta meðan flokkurinn hefur verið í ríkisstjórn.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: