- Advertisement -

„Hækka gjaldskrár, taka 14 milljarða í lán en greiða út 6 milljarða í arð“

Þannig að OR hefur hækkað raforkuna um 13,9% það sem af er ári og Landsnet vegna flutnings um 13% en samtals gerir þessi hækkun 26,9%.

Vilhjálmur Birgisson.

Neytendamál „Það er ljóst að það er að grípa um sig græðgivæðing í orkugeiranum og eins gott að almenningur fylgist vel með og gagnrýni það sem þarna er að gerast,“ skrifar Vilhjálmur Birgisson.

„Við sömdum um hófstilltar launahækkanir til langs tíma með það að markmiði að ná niður verðbólgu og vöxtum og því er sorglegt að sjá að orkufyrirtæki virðast ekki ætla að taka þátt.

Orkuveita Reykjavíkur hefur t.d hækkað raforku tvisvar á þessu ári, 1. janúar um 3,2% og síðan 1. ágúst um 10,7%. Einnig hefur heita og kalda vatnið hækkað en þó ekki eins mikið og raforkan. Það er hinsvegar rétt að geta þess að flutningsgjald á raforku sem er á vegum Landsnets hækkaði um 13% 1. janúar. Þannig að OR hefur hækkað raforkuna um 13,9% það sem af er ári og Landsnet vegna flutnings um 13% en samtals gerir þessi hækkun 26,9%.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er ekki hægt að bjóða neytendum upp á svona lagað.

Á sama tíma og þessar hækkanir eiga sér stað hjá Orkuveitunni kemur Reykjavíkurborg og tekur um 94% af hagnaði fyrirtækisins í formi arðgreiðslna og ekki bara það heldur er Orkuveitan á sama tíma og hún er að greiða Reykjavíkurborg og eigendum sínum þessa 6 milljarða í arð að taka 14 milljarða lán!

Stórundarlegt að á meðan Reykjavíkurborg og hinir eigendur blóðmjólka Orkuveituna innan frá þá þarf að hækka gjaldskrár vegna þess að „nauðsynlegt“ er að gera breytingar á verðskrám til að standa undir eðlilegu viðhaldi sem og nýframkvæmdum eins og fram kom í fréttatilkyningu frá OR Ásamt því að taka 14 milljarða lán!

Það er ekki hægt að bjóða neytendum upp á svona lagað þar sem Orkuveitan er notuð til að „lagfæra“ slæma fjárhagsstöðu þeirra sveitarfélaga sem eru eigendur að Orkuveitu Reykjavíkur allt á kostnað neytenda!“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: