- Advertisement -

Sósíalistaflokkurinn er eini flokkurinn sem leggur til raunverulegar breytingar

Gunnar Smári skrifar:

Peningastefna Seðlabankans, sem sögð er sjálfstæð, er hluti þeirra aðgerða sem gripið var til svo vernda mætti hin auðugu á kostnað almennings.

Stjórnmál Efnahagsstefna stjórnvalda er vél sem flytur fé frá þeim sem eiga lítið sem ekkert til þeirra sem eiga mikið.

Verðhækkun milli mánaða um 0,28% jafngildir 3,4% verðbólgu á mánuði. Verðhækkun síðustu þriggja mánaða er aðeins 0,13%. Það jafngildir 0,5% verðbólgu. Þar inni eru vissulega einskiptisaðgerðir eins og niðurfelling skólagjalda og gjaldfrjálsar skólamáltíðir, en eftir sem áður er raunvextir stýrivaxta Seðlabanka Íslands stjarnfræðilegir og úr öllum takti við það sem lagt er á aðra þjóðir. Ætli raunvextir óverðtryggðra húsnæðislána sem bankarnir bjóða í dag séu ekki nærri 10%. Það stendur enginn undir því. Að gangast við því að borga slíka vexti er efnahagslegt sjálfsmorð. Svona er Ísland í dag; byggt á heimsku og grimmd gagnvart almenningi. Og þau sem standa fyrir þessu halda því fram að þetta allt að koma, að ef við förum enn innar í blindgötuna muni allt verða gott. Að meira af því sama sé lausnin, þótt öllum sé ljóst að efnahagsstefna stjórnvalda (Seðlabankinn er stjórnvald) sé skaðræði sem grefur undan öryggi og lífskjörum almennings.

Sósíalistaflokkurinn er eini flokkurinn sem leggur til raunverulegar breytingar á samfélaginu, að því sé ekki stýrt til að þjóna þeim sem fáu sem eiga mikið og vilja eignast meira heldur fjöldanum sem á lítið sem ekkert. Margir flokkar ræða breytingar en segja strax á eftir að þeir vilji litlu raska. Sumir segjast vilja hækka skatta á fjármagnseigendur og stórfyrirtæki, en bæta svo við að það eigi að vera hóflegar hækkanir þótt skattalækkanir til þessara aðila hafi verið stjarnfræðilegar á undanförnum áratugum. Sósíalistar óttast ekki að segja sannleikann: Ef við viljum breyta samfélaginu þurfum við að grípa strax til róttækra aðgerða sem færa völd, auðlindir og fé aftur frá hinum fáu auðugu til fjöldans. Við þurfum að vinda ofan af þeim ákvörðunum sem færðu auð, völd og fé frá fjöldanum til hinna auðugu. Ef við gerum þetta ekki strax þá mun samfélagið okkar halda áfram að leysast upp og grotna sundur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

…að vernda auðinn…

Peningastefna Seðlabankans, sem sögð er sjálfstæð, er hluti þeirra aðgerða sem gripið var til svo vernda mætti hin auðugu á kostnað almennings. Hún gengur út á að vernda auðinn, jafnvel þótt sú aðferð gangi frá efnahagslegu sjálfstæði almennings. Þetta er risastór maskína sem flytur fé frá þeim sem lítið sem ekkert eiga til þeirra sem eiga mikið og vilja sífellt eignast meira. Sjálfstæði peningastefnunnar byggir á því að hún er ótengd líðan og horfum almennings. En hún er samgróin hagsmunum hinna auðugu.

Vinsamlegast dreifið þessum status ef þið eruð sammála. Ríkisstyrktu fjölmiðlarnir fjalla ekki um raunveruleikann með þessum hætti. Ef við viljum að þetta heyrist verðum við að dreifa þessu sjálf.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: