- Advertisement -

Í dag: Synir Egils og Ólafur Ragnar

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, verður gestur Sona Egils á Samstöðinni í dag.

Þátturinn byrjar á Vettvangi dagsins. Þar verða kosningarnar hér heima og í Bandaríkjunum helsta umræðuefnið. Óvissan hefur sjaldan verið meiri í íslenskum stjórnmálum.

Viðtal við Ólafur Ragnar tekur svo við. Tilefnið er bókin hans, Fólkið og valdið. Þar er margt forvitnilegt að finna. Hörð átök voru á bak við tjöldin. Mest milli Ólafs Ragnars og Davíðs Oddssonar. Um leið og lestur dagbóka forsetans fyrrverandi eru spennandi og skemmtilegar til lesturs vakna spurningar um hversu Davíð og sumir aðrir eiga að gjalda.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Var forseta ekki treystandi í að gæta trúnaðar? Þessi spurning og margar aðrar verða bornar upp í þættinum.

Synir Egils á Samstöðinni klukkan 12:40 í beinni útsendingu, í sjónvarpi sem og í útvarpi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: