- Advertisement -

Aldrei fleiri manndráp

Margrét Valdimarsdóttir skrifaði af þessu tilefni:

Smá samhengi:

Árið 2000 voru 5 myrt á Íslandi, fleiri en nokkru sinni fyrr. Miðað við íbúafjölda var morðtíðnin þetta ár tæplega 1,8 á hverja 100 þús. íbúa. Í ár hafa 8 verið myrt á Íslandi eða tæplega 2,1 á hverja 100 þús. íbúa. Ef 3 ára tímabil eru skoðuð hefur morðtíðnin aldrei verið hærri en núna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sveiflur í morðtíðni á Íslandi hafa þó alltaf verið miklar (vegna þess hversu fá við erum) og því líklega ekki skynsamlegt að draga miklar ályktanir um allsherjar breytingu. Á alþjóðavísu er Ísland enn með nokkuð lága tíðni manndrápa, þó ekki eins lága og áður.

Manndráp á Íslandi tengjast mismunandi þáttum, eins og ofbeldi í nánu sambandi og fíkniefnaneyslu. Alþjóðlegar rannsóknir sýna þó að enginn þáttur hefur jafn sterk tengsl við tíðni manndrápa og efnahagslegur og félagslegur ójöfnuður.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: