- Advertisement -

Bankarnir voru með 462 milljarða í hreinar vaxtatekjur á aðeins þremur árum

Vilhjálmur Birgisso skrifaði:

Stjórnmál „Um þetta eiga komandi alþingiskosningar að snúast um enda nauðsynlegt að taka á því vaxtaofbeldi sem heimili þessa lands hafa þurft að búa við um margra áratugaskeið.

Það þarf að taka á þessu fjármálakerfi sem sogar allt fjármagn frá einstaklingum, heimilum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum til sín. Að hugsa sér að frá árinu 2021 til 2024 hafa hreinar vaxtatekjur viðskiptabankana þriggja numið 462 milljörðum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

…öll kerfi eru mannanna verk en ekki náttúrulögmál.

Já kerfisbreytingar á fjármálakerfinu og húsnæðismálum er mál málanna í komandi alþingiskosningum enda ekki hægt að bjóða landsmönnum uppá þetta vaxtaofbeldi stundinni lengur.

Einnig þarf að ráðast tafarlaust í að auka orkuöflun á græni orku sem ýti undir og efli nýsköpun og tækniþróun og fjölgun fjölbreyttra starfa um land allt.

Mikilvægt fyrir alla að átta sig á að án aukinnar verðmætasköpunar verður ekki hægt að halda úti þeirri velferð sem við viljum kenna okkur við. Við þurfum öflug vel launuð gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar til að tryggja aukna velferð hér á landi!

Munum að öll kerfi eru mannanna verk en ekki náttúrulögmál.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: