Þröstur Ólafsson skrifaði:
Menning
„Tónar útlaganna eftir Árna Heimi Ingólfsson er algjör perla. Hún rekur ekki aðeins spor þremenningannna (Urbancic, Róberts Abraham og Heinz Edelstein) frá Þriðja ríki Hitlers til Íslands, heldur er menningu þess samfélags sem þeir eru neyddir til að yfirgefa gerð heillandi skil. Þessari djúpstæðu, fáguðu evrópsku menning var nánast útrýmt af brúnstökkunum. Fyrrnefndu einstaklingar voru holdgerfingar lærdóms og menningar sem var íslenskum búandkörlum sem fóru með menningarmál hér heima lítt skiljanleg. Það er kunnuglegt stef. Skírskotun Árna Heimis til flóttamanna nútímans er næm og full af skilningi og meðlíðan. Hér er á ferð tilfinningarík hetjusaga full af fróðleik og sannindum þroskaðs lífs, sárs missi og kærleika. Kærar þakkir Árni Heimir.“