- Advertisement -

Samfó, Viðreisn og Píratar geta alveg varið stjórn falli

Ætlar einhver að segja mér að flokkar sem vilja fjögurra ára umboð til að stjórna hér geti ekki gert neitt til að tempra óstöðuleikann sem heitir Bjarni Benediktsson.

Atli þór Fanndal.

Atli Þór Fanndal skrifaði:

Stjórnmál Það er svo merkilegt að horfa upp á formenn flokkanna nú eftir að Bjarni Benediktsson hefur ákveðið að það þjóni hagsmunum hans að það verði kosið. Enginn hefur neitt mótspil.

Eða eins og Bjarni segir sjálfur við Moggan: „Það eina sem skipt­ir máli núna er að við þurf­um sterk­ara umboð. Ég þarf stærri Sjálf­stæðis­flokk og meiri styrk á þing­inu til þess að leggja þess­ar skýru lín­ur inn í framtíðina.“ Og þess vegna er kosið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Og meira að segja…

Allir spila með og ætla bara að láta Bjarna að semja reglurnar. Það má auðvitað ekki láta í það skína að flokkarnir séu ekki tilbúnir í kosningar.

Það eru engin frumlegheit og engar tilraunir til að snúa vörn í sókn. Það raða sér bara allir upp á línuna til að lýsa því yfir að Bjarni ráði þessu.

VG og Framsókn vilja starfa áfram. Samfó, Viðreisn og Píratar geta alveg varið stjórn falli svo hægt sé að kjósa í vor. Kannski er best að kjósa núna bara en það er alveg ótrúlegt ábyrgðarleysi að kalla bara ítrekað eftir því að almenningur stokki spilin aftur.

Og meira að segja án þess að nokkur þessa miklu umbótasinna sem kallað hafa eftir kosningum viðri einu sinni þá hugmynd að ganga til kosninga í blokk.

Ætlar einhver að segja mér að flokkar sem vilja fjögurra ára umboð til að stjórna hér geti ekki gert neitt til að tempra óstöðuleikann sem heitir Bjarni Benediktsson. Geti ekki einu sinni lagt fram 3-6 mánaða plan svo almenningur geti haft eitthvað raunverulegt val í kosningum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: