- Advertisement -

Hvor er hetjan og hvor skúrkurinn?

Það hentar Ólafi Ragnari að velja Davíð Oddsson í hlutverk illmennisins.

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar um Ólaf Ragnar og dagbækurnar sem hann hefur skrifa og gefið út á bók. Verst skrifar forsetinn fyrrverandi um Davíð Oddsson fyrrverandi forsætisráðherra. Grein Kolbrúnar er mun lengri en sá hluti sem er birtur hér. Yfir til Kollu:

„Í dagbókaskrifum sínum dregur Ólafur Ragnar upp hetjumynd af sjálfum sér. Hann berst hinni góðu baráttu í þágu þjóðarinnar. Um leið og manneskja fer að sjá sig sem hetju er freistandi fyrir hana að draga upp mynd af voldugum óvini. Það fyllir upp í hetjumyndina. Í öllum almennilegum hetjusögum berst hin göfuga hetja við óvin sem er ógnvænlegur fulltrúi illskunnar. Það hentar Ólafi Ragnari að velja Davíð Oddsson í hlutverk illmennisins. Stór hópur vinstrimanna hefur löngum litið á Davíð sem stórhættulegt afl í íslensku samfélagi. Hann á víst að hafa heilmikið á samviskunni. Það sést reyndar ekki alveg á Davíð en einmitt það er talið merki um svívirðilega slægð hans og fólsku. Davíð Oddsson hefur vissulega sína galla, eins og við hin, en á líka sérlega góðar hliðar. Ólíkt sumum er hann til dæmis algjörlega laus við snobb.

Í dagbókarskrifum Ólafs Ragnars er forsetinn hin göfuga og fórnfúsa hetja sem berst fyrir þjóð sína gegn vondum öflum og sigrar að lokum eins og í ævintýrunum. Hetjumyndin er fullkomin. Ýmsir hafa þó aðra sögu að segja.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: