Stjórnmál
„Núverandi ríkisstjórn hefur því miður vatnast verulega út, og mun hraðar en vænta mátti og hafa flokkar á borð við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk eðlilega orðið dulítið órólegir, enda hafa þeir flokkar, hvor með sínum hætti, jafnan lagt upp úr því að flokksmenn varist eins lengi og frekast er kostur á að bera innanmál sín á torg.“
Þessar línur eru sóttar í leiðara Moggans í dag. Hér kemur meira þaðan:
„Svandís Svavarsdóttir gaf kost á sér sem formaður í Vinstri-grænum í stað Katrínar Jakobsdóttur, sem sagt hafði starfinu lausu. Í kosningabaráttunni vegna þessa tók hún að véla um það hversu lengi þessi stjórn væri lífvænleg. Og eftir kjör hennar hélt hún því tali áfram. Svandísi hafði ekki verið afhent einhliða ákvörðunar- eða neitunarvald í ríkisstjórn. Hún gat svo sem sagt að formannskjörið gæfi sér rétt til að starta slíkri umræðu. En heimild til þingrofs hafði ekki verið flutt í hendur Svandísar, hvað sem yrði.“
Er þetta þá búið. Hefur Svandís og Vinstri græn slátrað ríkisstjórninni. Davíð leitar í skrif Óla Björns Kárasonar:
„Vinstri-grænir undir forystu eins reyndasta og, að því er ég hélt, eins klókasta stjórnmálamanns samtímans hafa í raun bundið enda á stjórnarsamstarfið.“
Það var og.