Stjórnmál
„Vantraust mitt í garð Vinstri grænna vegna þessa hafði mikil áhrif á þá ákvörðun mína að segja af mér sem þingflokksformaður fyrir rúmu ári,“ þetta segir í nýrri Moggagrein Óla Björns Kárasonar Sjálfstæðisflokki.
Þar vísar hann til framgöngu Svandísar Svavarsdóttur í hvalveiðimálinu, þegar hún stöðvaði hvalveiðar daginn áður en þær áttu að hefjast.
„Þingflokksformaður stærsta stjórnarflokks sem treystir ekki ráðherrum samstarfsflokks getur illa rækt skyldur sínar. Ég verð að viðurkenna að það voru mistök af minni hálfu að hafa ekki gengið lengra. Þegar jafn freklega er gengið gegn stjórnarskrárvörðum atvinnuréttindum og góðri stjórnsýslu er erfitt fyrir þá, sem berjast fyrir atvinnufrelsi, að réttlæta samstarf,“ skrifar Óli Björn.
„Í ályktun um ríkisstjórnarsamstarfið segir orðrétt: „Til að hægt sé að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram telur landsfundurinn að takast verði á við þau knýjandi verkefni sem við blasa á félagslegum grunni. Jafnframt telur fundurinn að ganga verði til kosninga með vorinu.“
Sem sagt: Ríkisstjórnin getur aðeins haldið áfram á forsendum minnsta og veikasta stjórnarflokksins. Slík ríkisstjórn nær aldrei árangri enda búin að missa erindi sitt.“
Það eina sem hægt er að segja er einfalt og skýrt: Nei, takk.“
Hér er annar kafli úr grein Óla Björns:
„Um liðna helgi komu innan við 200 félagar í Vinstri grænum saman til landsfundar. Fyrir utan að kjósa Svandísi Svavarsdóttur sem nýjan formann voru samstarfsflokkunum og þá einkum Sjálfstæðisflokknum sendar kaldar kveðjur í ályktunum. Hægriöflin (Sjálfstæðisflokkurinn) voru sögð þjóna sérhagsmunum en ekki almannahagsmunum og ala á útlendingaandúð. Gömul úrelt slagorð um auðstéttina og fjármagnsöflin fengu inni í ályktunum fundarins. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru sakaðir um undirróður vegna frumvarps um að lækka framlög ríkisins til stjórnmálaflokka.“
Helsti stjórnmálamaður Sjálfstæðisflokksins segir sig í raun úr stjórnarliðinu. Hvað gerist næst?