Alþingi
Miðflokkurinn er annars stærsti flokkurinn samkvæmt mörgum síðustu skoðanakönnunum. Mælist mest með fast að tuttugu prósenta fylgi. Það er vel gert þar sem aðeins tveir menn skipa þingflokkinn.
Björn Leví Gunnarsson Pírati hefur sagt sitt lán felast meðal annars í því að hafa dregist til sætis í þingsalnum við hlið formanns Miðflokksins, Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar. Hvers vegna er það lán Björns Leví?
Jú, vegna þess að nánast heyri til undantekninga að Sigmundur Davíð sæki þingfundi og því hefur Björn Leví meira borðpláss, öllu jafnan. Björn Leví er talnafrík og athugaði með mætingu Sigmundar Davíðs á nefndarfundi. Þar kom í ljós að mætingar þar eru ekkert skárri en á þingfundina. Er þá kannski best að taka sem minnsta þátt í þingfundum eða nefndarfundum? Færir það flokki skróparans allt að tuttugu prósenta fylgi?