- Advertisement -

Vandi Vg

Vandi Vg er að svikin eru á kostnað kjósend Vg en í þágu örfárra auðmanna. 

Sigurjón Þórðarson.

Sigurjón Þórðarson, varaþingmaður Flokks fólksins, skrifar:

Stjórnmál Langt ríkisstjórnarsamstarf ásamt setu Vg um árabil í meirihluta Reykjavíkurborgar sem lauk reyndar 2022, hefur fært flokknum tækifæri til þess að koma bitastæðum bitlingum á fjölda flokksmanna.

það mætti segja mér að drjúgur hluti þeirra sem munu sækja landsþing Vg nú um helgina séu einmitt í þessum hópi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hagsmunum almennra kjósenda flokksins var skipt út fyrir 3 ráðherrastóla.

Hvað sem því líður þá hljóta fundarmenn að ræða það hvar flokkurinn fór út af brautinni.

Svarið blasir við – Hagsmunum almennra kjósenda flokksins var skipt út fyrir 3 ráðherrastóla.

Ekki var það í þágu kjósenda Vg, að auka verulega álögur á umhverfisvæna bíla sl. áramót eða hvað þá að minnka álögur á orkufreka forstjórabíla og auka að sama skapi álögur á neyslugranna smábíla. 

Valdaklíka flokksins studdi alla einkavæðingu þrátt fyrir að ekki hafi verið sýnt fram á nokkurn hag almennings af t.d. sölu Íslandsbanka. Valdaklíkan í Vg hefur reynt að breiða yfir augljós spillingarmál samstarfsflokka í ríkisstjórn sbr. Lindarhvol og nætursöluna á Íslandsbanka. 

Lítið hefur farið fyrir boðskap friðar hjá valdaklíku Vg sem  hefur stutt gríðarlega hernaðaruppbyggingu Bandaríkjanna á Íslandi og keypt vopn til hernaðar í Evrópu. 

Valdaklíka Vg studdi lagabreytingu sem heimilar stórfyrirtækjum að koma á einokun á kjötmarkaði, þrátt fyrir að augljóst væri að heimildin væri á kostnað neytenda og bænda.

Valdaklíka Vg lagði fram frumvarp um að veita  fiskeldisfyrirtækjum m.a. erlendum, nýtingarrétt á fjörðum landsins um aldur og ævi, sem þeim var heimilt að veðsetja og framselja.

Allir flokksmenn Vg vita að Svandís Svavarsdóttir sveik sjávarbyggðirnar og grasrótina til þess að fá að vera í stjórn með Framsókn. 

Vandi Vg er að svikin eru á kostnað kjósend Vg en í þágu örfárra auðmanna. 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: