- Advertisement -

Segir að stefnu VG hafi verið hent fyrir borð

„Hver og ein einasta tegund sem er kvótasett, sem hefur farið inn í þetta kerfi sem virðist ekki mega anda á fyrir nokkrum auðmönnum — þetta bara stenst enga skoðun.“

Sigurjón Þórðarson.
Svandís Svavarsdóttir.
„…sem nú stefnir að því að verða formaður í Vinstri grænum.“

Alþingi „Það er samt sem áður ekki hægt að líta fram hjá því að hún kemur hér með þéttskrifaða stefnu þar sem er ekki að finna stafkrók, hæstv. forseti, sem má rekja til stefnu Vinstri grænna sem var borin upp fyrir kjósendur 2021. Mér finnst það alvarlegt. Mér finnst það alvarlegt í rauninni fyrir framboð Vinstri grænna að sú sem hefur kannski klúðrað þessu máli svona hrikalega, eins og ég mun rekja í ræðu minni hér á eftir, stefnir á að leiða þessa stjórnmálahreyfingu áfram,“ sagði Sigurjón Þórðarson, varaþingmaður Flokks fólksins á Alþingi þegar hann ræddi komandi stefnu í sjávarútvegsmálum við Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra.

„Ég vona að hann átti sig á því að þegar við tölum um stefnu erum við í stóru línunum en ekki einstaka atriðum í fiskveiðistjórnarkerfi landsins eða öðru sem við ætlum að gera. Það kemur fram í aðgerðaáætlun að einhverju leyti og svo er það auðvitað í þeim þingmálum sem ég hef boðað,“ sagði Bjarkey matvælaráðherra.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Hver og ein einasta tegund sem er kvótasett.“

„Jú, það er eitthvað minnst á að efla sjávarbyggðir og hafa þær öflugar en öll frumvörp sem Vinstri grænir hafa flutt og aðgerðir hæstvirtur fyrrverandi ráðherra, sem nú stefnir að því að verða formaður í Vinstri grænum, hafa miðað að því að þrengja að dagróðrabátum og auka við heimildir togbáta. Það skýtur ansi skökku við að flokkur sem kallar sig grænan komi hér og boði einhverja vernd á hafsvæðum þegar hann hefur lagt fram frumvarp sem varð að lögum sem fela það í sér að togarar með óheftu vélarafli geti verið að veiðum uppi í fjörum landsmanna,“ sagði Sigurjón.

„Hver og ein einasta tegund sem er kvótasett, sem hefur farið inn í þetta kerfi sem virðist ekki mega anda á fyrir nokkrum auðmönnum — þetta bara stenst enga skoðun. Það eru tækifæri fyrir alla í greininni og ég bara skora á ráðherra að fara betur yfir málin og taka þeim ábendingum sem fram koma hér af hálfu Flokks fólksins vel því þær eru vel meintar, ekki síst fyrir hennar heimabæ, Ólafsfjörð,“ sagði Sigurjón Þórðarson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: