- Advertisement -

Óvönduð og fordæmalaus vinnubrögð

„Aðgerðin er í samræmi við stefnu stjórnvalda,“ segir ráðherra ferðamála, „….auðvitað verði hlustað á sjónarmið ferðaþjónustunnar en svona komi fjármálaráðherra til með að kynna þetta í dag,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra ferðamála í Morgunblaðinu í dag.

Ég spyr, hvað með stefnu Sjálfstæðisflokksins þar sem samþykkt var á landsfundi flokksins fyrir seinustu Alþingiskosningar að ekki skuli hækka skatta á ferðaþjónustuna? Það skilaði klárlega atkvæðum til flokksins.
Stefna stjórnvalda um einföldun skattkerfis á það bara leiða til hækkunar skatta?
Hvenær á að hlusta á sjónarmið ferðaþjónustunnar, er það eftir búið er að ákveða hlutina í ríkisstjórn og engu verður breytt?

Við höfum engan áhuga á samtali sem ekki er ætlað að skila árangri!

Þetta eru óvönduð og fordæmalaus vinnubrögð sem ég hefði ekki trúað fyrir tveimur dögum að gætu komið upp þar sem ferðaþjónustan taldi sig vera í góðu samstarfi við stjórnvöld m.a. í gegnum Stjórnstöð ferðamála sem ætlað var að tryggja ný og fagleg vinnubrögð við stefnumarkandi ákvarðandi greinarinnar.
Með svona framkomu er Stjórnstöð ferðamála sett út úr myndinni þar sem hlutlausar og faglegar greiningar áttu að fara fram um tækifæri, áskoranir og ógnanir ferðaþjónustunnar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þórir Garðarsson, varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar og stjórnarformaður Gray Line.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: