- Advertisement -

Hvellsprungin ríkisstjórn situr enn

Sigurjón Magnús Egilsson:

Ljóst er að Bjarni Benediktsson hefur kolfallið á hverju prófinu á eftir öðru. Sama er að segja um Sigurð Inga Jóhannsson.

Leiðari Stjórnarflokkarnir þrír hafa tapað miklu fylgi. Sjálf ríkisstjórnin nýtur minna trausts en dæmi eru um áður. Samt ætlar hún að sitja í skugga dauðadómsins. Ríkisstjórnin er til trafala. Innan hennar er hver hendin uppá móti annarri. Foringjar ríkisstjórnarflokkanna verða að sættast við hvernig komið er.

Ljóst er að Bjarni Benediktsson hefur kolfallið á hverju prófinu á eftir öðru. Sama er að segja um Sigurð Inga Jóhannsson. Sem nú er flæktur í talnaneti fjárlagafrumvarpsins og virðist hvorki vita í þennan heim né annan. Stendur óvarinn undir endalausu talnaregni.

Vinstri græn eru sem stendur án pólitísk leiðtoga. Svandís Svavarsdóttir hefur ekki umboð frá flokknum. Fátt bendir til annars en að hún verði kjörin formaður yfir leifunum af flokknum. Viðskilnaður Katrínar Jakobsdóttur var ekki og er ekki merkilegur. Flokkurinn er í útrýmingarhættu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það verður að kjósa sem fyrst. Hverfandi fylgi stjórnarflokkanna og vantrú kjósenda á ríkisstjórninni benda ótvírætt til þess. Ríkisstjórn er í raun kolfallin. Mogganum tekst að sleppa að segja frá nýjasta Þjóðarpúlsi rétt eins og umsögnum Ólafs Ragnars Grímssonar um Davíð Oddsson. Kannski ýtir Ólafur Ragnar Trump út úr næsta Reykjavíkurbréfi.

Davíð veit það einn.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: