Fólk
„Eftir rúm átta frábær ár á RÚV er komið að nýjum kafla. Í dag hef ég störf sem aðstoðarmaður mennta- og barnamálaáðherra, Ásmundar Einars Daðasonar. Ég hlakka mikið til að setja mig inn í störf Ásmundar enda eru málefnin sem heyra undir ráðuneytið mér afar hugleikin. Ég hlakka til að leggja mitt af mörkum við að halda áfram að tryggja betra samfélag fyrir öll börnin okkar, efla íslenskt íþróttastarf og styðja við þær umbreytingar sem menntakerfið stendur frammi fyrir.“
Þetta skrifar Krsitjana Arnardóttir sem hefur staðið sig einstaklega vel sem dagskrárgerðarkona á RÚV. Það er missir af henni.