- Advertisement -

„Hinu skefjalausa dekri við fjármálakerfið þarf að ljúka og það strax!“

Vilhjálmur Birgisson:

Er þetta virkilega hagfræðin sem kennd er í háskólum hér á landi? Þessi lækkun er tilkomin vegna skattalækkunar á barnafólk í formi gjaldtöku á skólamáltíðum.

Efnahagur Ég hef áhyggjur af kennslu í hagfræði en í gær gerði hagfræðingur Viðskiptaráðs lítið úr lækkun á verðbólgu milli mánaða um 0,24%.

12 mánaða verðbólga fór úr 6% í 5,4% og án húsnæðisliðar er hún einungis 2,8% Hagfræðingur Viðskiptaráðs sagði að þetta væri einskiptisaðgerð og myndi geta valdið þenslu vegna þess að þáttur ríkis í kostnaði vegna frírra skólamáltíða á haustönn væri 1,7 milljarður.

Rétt er að geta þess að í dag nema verðtryggðarskuldir ríkissjóðs 641 milljarði og lækkun á neysluvísutölunni milli mánaða um 0,24% lækkar verðtryggðaskuld ríkissjóðs um 1,5 milljarð! Sem er álíka upphæð og kostnaður ríkisins á skólamáltíðum nemur á komandi haustönn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hvaða hagsmuni eru sumir hagfræðingar að verja?

Það er ekki „bara“ hagfræðingur Viðskiptaráðs sem talar tóma steypu varðandi lækkun á verðbólgunni milli mánaða.

Nægir að nefna þetta viðtal við Katrínu Ólafsdóttur, dósent í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, þar sem hún „varar við því að fólk geri sér of miklar væntingar um vaxtalækkanir.“ Hún segir einnig orðrétt: „Í raun sé ekki að eiga sér stað mikil lækkun á undirliggjandi vísitölu heldur sé lækkun verðbólgu tilkomin vegna tímabundinna lækkana. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir sé aðgerð sem aðeins sé framkvæmd einu sinni.“

Er þetta virkilega hagfræðin sem kennd er í háskólum hér á landi? Þessi lækkun er tilkomin vegna skattalækkunar á barnafólk í formi gjaldtöku á skólamáltíðum. Ætla hagfræðingar að halda því fram þegar ríki og sveitafélög hækka skatta og gjöld á fyrirtæki og einstaklinga að það skipti „bara“ engu máli?

Hvaða hagsmuni eru sumir hagfræðingar að verja? Ætla þeir að hjálpa fjármálakerfinu að slá heimsmet í hækkun á raunvöxtum eða hvað er það vakir fyrir þessum hagsmunaöflum.

Að sjálfsögðu á Seðlabankinn að lækka stýrivextina enda hafa raunvextir Seðlabankans hækkað umtalsvert að undanförnu og nema núna 3,85% en meðalið frá árinu 2000 er 1,75%. Rétt er líka að vekja athygli á að nokkuð stórar verðbólgumælingar eru að detta út næstu mánuði og sem dæmi þá dettur út 0,60% vegna október 2023.

Því eru allar líkur að verðbólgan haldi áfram að lækka á komandi mánuðum. Ég trúi ekki annað en að Seðlabankinn hefji kröftugt stýrivaxtaferli strax á næsta þriðjudag íslenskum heimilum og fyrirtækjum til hagsbóta.

Hinu skefjalausa dekri við fjármálakerfið þarf að ljúka og það strax!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: