„Erum dálítið sér á báti á hinum pólitíska ás“
Stjórnmál
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar hélt ræðu við upphaf haustþings flokksins. Þar sagði hún meðal annars:
„Við í Viðreisn erum nefnilega með rödd sem er ólík öðrum. Erum dálítið sér á báti á hinum pólitíska ás. Við tölum óhrædd fyrir frjálsum markaði og sterku efnahagskerfi í opnu, alþjóðlegu samfélagi. Og leggjum okkur fram við að tryggja að kerfin okkar séu einföld, sanngjörn og grípi fólkið okkar í sterkt þéttofið velferðarnet, þegar á móti blæs. Og við erum eini flokkurinn – eini flokkurinn á þingi – sem hefur nægjanlegt sjálfstraust til að standa með þeirri stefnu að hér þurfi einfaldlega að skipta út gjaldmiðli sem þjónar ekki hagsmunum fólksins í landinu. Viðreisn er eini flokkurinn sem er með lausn fyrir heimilin í landinu til skemmri tíma en lítum óhrædd til lengri tíma lausna. Af hverju – því við vitum skyndilausnir og plástrar gera lítið til að létta fólki róðurinn. Því róðurinn mun þyngjast hratt aftur. Og aftur. Lærum af sögunni. Gerum betur, sýnum metnað og framsýni.“