Stjórnmál
Þegar Sigurður Ingi horfir yfir verkefnalistann sinn er trúlegt að honum fallist hendur. Nánast allt er í klessu. Hvað á hann að segja og hvað á hann að gera.
Í ráðuneytinu er snjall slagorðasmiður. „Er ekki bara best að kjósa Framsókn,“ var búið til fyrir síðustu kosningar. Með frábærum árangri fyrir Framsóknarflokkinn. Sem tryggði framhaldslíf ríkisstjórnarinnar. Illu heilli.
Staksteinar Davíðs eru á svipuðum nótum, eða réttara sagt Óðinn Viðskiptablaðsins:
„Hins vegar staldra hrafnar Óðins, sem halda úti öðrum dálki í sama blaði, við þá nýbreytni að fjárlagafrumvarpið hafi undirtitilinn Þetta er allt að koma eins og skáldsaga Hallgríms Helgasonar. En er eitthvað að koma nema sífellt hærri ríkisútgjöld, aukinn ríkisrekstur og viðvarandi verðbólga?“
Þetta er ekki efnilegt. Nú er best að hver bjargi sér sem best. hann getur. Hér er óhæf ríkisstjórn – og vond.