- Advertisement -

Með lúkuna í vasa fátækra

„Er það í alvörunni kappsmál hjá þessari ríkisstjórn að borga fyrir breytingar á örorkulífeyriskerfinu með því að seilast í ellilífeyri fátækasta fólksins á Íslandi?“

Kristrún Frostadóttir.

Alþingi „Er það í alvörunni kappsmál hjá þessari ríkisstjórn að borga fyrir breytingar á örorkulífeyriskerfinu með því að seilast í ellilífeyri fátækasta fólksins á Íslandi?“

Þannig spurði Kristrún Frostadóttir Sigurð Inga Jóhannsson fjármálaráðherra á Alþingi fyrr í dag.

Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að taka að mestu til baka nokkuð sem var samið um við kjarasamninga 2007.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Því miður hefur það líka verið þróunin.

„Á mannamáli þýðir þetta að ríkið steig inn til að jafna þann aðstöðumun sem lífeyrissjóðir búa við þannig að almennir sjóðfélagar sem tilheyra stéttum þar sem örorka er algeng þyrftu ekki að bera hallann af því í formi lakari lífeyrisréttinda. Lækkun og loks niðurfelling framlagsins, sem ríkisstjórnin talar nú fyrir í fjármálaáætlun og fjárlögum, er aðgerð sem mun að óbreyttu koma harkalega niður á lífeyrissjóðum verkamanna, lífeyrissjóðum þeirra stétta sem vinna erfiðisvinnu og slítandi störf,“ sagði Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og síðan sagði hún:

„Samkvæmt þessum fjárlögum fer framlagið úr rúmum 7 milljörðum kr. í 2,5 milljarða og allt er það gert í nafni afkomubætandi ráðstafana. Vinnandi fólk sem hefur greitt í sjóði eins og Gildi, Stapa, Festu, Lífeyrissjóð Vestmannaeyja og Lífeyrissjóð Rangæinga á að borga brúsann og þessi breyting hefur að jafnaði verið sett í samhengi við breytingar á örorkulífeyriskerfinu í vor. Er það í alvörunni kappsmál hjá þessari ríkisstjórn að borga fyrir breytingar á örorkulífeyriskerfinu með því að seilast í ellilífeyri fátækasta fólksins á Íslandi?“

„Á árinu 2006 var í tengslum við kjarasamninga, þegar lífeyrissjóðakerfið okkar var innan við 1.000 milljarðar, samþykkt að ríkið myndi hjálpa þeim sjóðum sem væru með aukna örorkubyrði. Í dag erum við komin í tölu upp á 7–7,5 milljarða, milli 7 og 8 milljarða, sem ríkið greiðir inn í þetta kerfi á meðan lífeyrissjóðakerfið er farið að nálgast 8.000 milljarða. Því miður hefur það líka verið þróunin, vegna þess að menn hafa ekki tekið á þessu, að aðeins um 40% af þeim fjármunum sem ríkið er að veita í þetta kerfi fara til þeirra sjóða sem eru raunverulega með aukna byrði. 60% af upphæðinni fara til sjóða sem eru ekki með aukna byrði. Þetta er sem sagt stuðningur ríkissjóðs vegna samninga og kjarasamninga 2006 þegar sjóðirnir voru með innan við 1.000 milljarða, sem eru orðnir 8.000 milljarðar, sem er ekkert samhengi í og mikilvægt að breyta,“ sagði Sigurður Ingi fjármálaráðherra.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: