- Advertisement -

Almenningur er sem blóðmerar fyrir auðvaldið

Almenningur stendur ekki undir 7% raunvöxtum af húsnæðislánum og 12% raunvöxtum á yfirdráttarlánum.

Gunnar Smári skrifaði:

Efnahagsmál Kannski verða þessi fundir settir upp sem gamanóperur í framtíðinni þegar þessi sturlaða trú á eyðileggjandi efnahagsstefnu undanfarinna áratuga verður runnin af fólki. En þangað til er þetta náttúrlega ekki fyndið, að ríkisvaldið skuli verja auð þeirra sem mikið eiga með kjafti og klóm og ræna þau sem lítið sem ekkert eiga.

Það þarf að brjóta þessa fjárplógsvél hinna ríku sem Seðlabankinn hefur smíðað. Almenningur stendur ekki undir 7% raunvöxtum af húsnæðislánum og 12% raunvöxtum á yfirdráttarlánum. En hann getur hvergi flúið, stjórnvöld hafa króað hann inni svo bankar og fjármálastofnanir geti sogið úr honum lífskraftinn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Og almenningur lifir það ekki af að ríkisvaldið magni hér upp enn frekari húsnæðiskreppu svo verktakar og leigusalar geti sogið merg og blóð úr fólki og fjölskyldum. Við getum ekki lengur lifað undir alræði auðvaldsins, ríkisvaldi sem telur það frumskyldu sína að þjóna hinum fáu og ríku.

Ríkisvaldi sem telur það ekki sitt hlutverk að tryggja öryggi og afkomu almennings heldur lítur á almenning sem blóðmerar fyrir auðvaldið að nytja.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: