Neytendur
„Mér var sögð saga sem fékk mig til að staldra við. Frásögnin snerist um viðbrögð ákveðins samfélagahóps við óheyrilega háu verði á matvörum og öðrum nauðsynjavörum hérlendis,“ skrifar Þröstur Ólafsson hagfræðingur.
„Pólverjar eru stærsti hópur þeirra erlendu þjóða sem hér dvelja um lengri tíma eða skemmri. Þeir hafa, að sögn, tekið sig saman um að mynda samtök um innflutning frá Póllandi á mat og ýmsum nauðsynjum og flytja inn með gámum. Þeir segja réttilega að matvara hér sé dýrari en þau geti leyft sér miðað við launin.
Mér var hugsað til almenns íslensks launafólks sem enga gáma á til að drýgja tekjurnar. Þetta fólk, sem þátt fyrir laun sem eru sambærileg evrópskum launum, á erfitt með að framfleyta sér.
Ísland er svo heppið að vera sennilega auðlindaríkasta land á norðuhveli (þrátt fyrir norsku olíuna) en er ekki fært um að skila almenningi mannsæmandi framfærslu. Á hinum ásnum eru þeir sem einir njóta aulindarentunnar og lifa í vellystingum.
Stærsti hlutur afraksturs auðlindanna rennur skattfrjáls í vasa erlendra auðmanna. Hvenær skyldu augu forsvarsmanna verkalýðsins gera sér þetta ljóst og bregðast við og krefjast kerfisbreytinga. Smá launahækkun hverfur jafnóðum.“