- Advertisement -

„Vilja menn svona þjóðfélag?“

Hrafn Magnússon skrifar:

Þegar hér var komið hefur einkaframtakið sífellt verið gerð atlaga að fyrirtækjum í eigu þjóðarinnar, eins og RúV og meira segja hefur verið gerð atlaga að Samkeppnisstofnun.

Samfélag Við Íslendingar viljum búa í blönduðu hagkerfi en gerum það varla. Blandað hagkerfi byggist að mínu mati á þremur megin stoðum sem eru ríkisvaldið, samvinnurekstur og einkaframtak.

Á þessu var mikil breyting þegar Samband íslenskra samvinnufélaga, SÍS, hætti starfsemi um 1992. Sambandið, eins og SÍS var kallað, var stórveldi í íslenskri hagsögu ásamt öflugum kaupfélögum um land allt.

Við þessar aðstæður sá einkaframtakið sér leik á borði og sölsaði að mestu undir sig atvinnustarfsemi samvinnuhreyfingarinnar hvort sem var á smásölumarkaði, olíuviðskiptum og tryggingastarfsemi svo nokkuð dæmi séu nefnd.

Þegar hér var komið hefur einkaframtakið sífellt verið gerð atlaga að fyrirtækjum í eigu þjóðarinnar, eins og RúV og meira segja hefur verið gerð atlaga að Samkeppnisstofnun. Helst á að einkavæða nánast allt nema ef vera skyldi grunnþjónustuna.

Vilja menn svona þjóðfélag? Það held ég ekki.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: