Stjórnsýsla
„Mennta- og barnamálaráðuneytið
og Menntamálastofnun, nú Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, hafa ítrekað
hunsað erindi Persónuverndar,“ segir í frétt á mbl.is.
„Í erindunum er beðið um upplýsingar um Innu, upplýsingakerfi framhaldsskóla, og óskaði Persónuvernd fyrst eftir svörum frá ráðuneytinu í júní árið 2022. Síðan hefur beiðnin verið ítrekuð alls fjórum sinnum, nú síðast í janúar.
Eftir fyrstu beiðnina fór ráðuneytið fram á svarfrest sem það nýtti sér þó aldrei. Raunar hefur svar ekki enn borist,“ segir í fréttinni.
Þetta kemur fram í bréfi á vef Persónuverndar þar sem stofnunin veitir leiðbeinandi svar til mennta- og barnamálaráðuneytisins, Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, og Advania um ábyrgð á vinnslu persónuupplýsinga í Innu.
Persónuvernd taldi óljóst hver bæri ábyrgð á Innu og vildi bæta úr því í ljósi þess hversu margir einstaklingar eru undir í upplýsingakerfinu og hversu víðfeðm notkun þess er.“