- Advertisement -

Faðmlag VG við Sjálfstæðisflokkinn ætlar að reynast þeim banvænt

„Borgarfulltrúinn Sanna fer í framboð fyrir flokkinn og er líkleg til að ná árangri. Hún er nánast eini borgarfulltrúi núverandi minnihluta í Reykjavík sem nýtur virðingar og vinsælda.“

Ólafur Arnarson.

„Sjálfstæðisflokkurinn þarf að fara lengra til hægri er það fyrsta sem varaformaður flokksins sagði eftir að Gallup birti nýjustu skoðanakönnun sína um fylgi flokka,“ skrifar Ólafur Arnarson á vef Hringbrautar, hringbraut.is.

„Er forysta flokksins loksins að vakna þegar Miðflokkurinn er að verða jafnstór samkvæmt Gallup og Sjálfstæðisflokkurinn?

Miðflokkur mælist nú með 14,6 prósent fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn er kominn niður í 17,2 prósent – munurinn er einungis 2,6 prósentustig. Þetta eru mikil tíðindi í ljósi þess að ekki eru mörg ár síðan Miðflokkurinn var ekki til en Sjálfstæðisflokkurinn naut stuðnings 36 prósent kjósenda, í kosningunum 2007 í formannstíð Geirs Haarde,“ skrifar Ólafur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Sósíalistaflokkur Íslands er að leysa VG af hólmi í íslenskum stjórnmálum.“

„Í vinstri stjórn Katrínar Jakobsdóttur missti Sjálfstæðisflokkur fókus og seig til vinstri og þá varð til svigrúm hjá Miðflokki sem tók við buguðum flóttamönnum og hefur tútnað út jafnt og þétt. Vinstri græn eru að þurrkast út ef marka má ítrekaðar niðurstöður kannana Gallups. Faðmlag þeirra við Sjálfstæðisflokkinn ætlar að reynast þeim banvænt.

Raunverulegir sósíalistar munu ekki deyja ráðalausir. Sósíalistaflokkur Íslands er að leysa VG af hólmi í íslenskum stjórnmálum

Ætla má að þeir fái menn kjörna á Alþingi í næstu kosningum. Borgarfulltrúinn Sanna fer í framboð fyrir flokkinn og er líkleg til að ná árangri. Hún er nánast eini borgarfulltrúi núverandi minnihluta í Reykjavík sem nýtur virðingar og vinsælda.

Fylgi ríkisstjórnarflokkanna fellur jafnt og þétt frá mánuði til mánaðar. Fylgi þeirra er nú samtals 27,9 prósent en var 53 prósent í kosningunum 2021. Samkvæmt nýjustu könnun Gallups fengju stjórnarflokkarnir einungis 17 þingmenn kjörna en hafa nú 38 þingmenn. Algert hrun!

Samfylkingin er með 27,6 prósent fylgi og fengi 19 menn kjörna á þing – bætir við sig 13 fulltrúum.

Hver skoðanakönnunin á fætur annarri sýnir brotlendingu núverandi ríkisstjórnar og lýsir ákalli um nýja forystu þjóðarinnar.

Samfylkingin hlýtur að mynda næstu stjórn með öðrum stjórnarandstöðuflokkum. Krafa kjósenda er að algerlega verði skipt um forystu og hreinsað til á toppnum.

Mikilla tíðinda er að vænta í stjórnmálum hér á landi næsta vetur.“

– Ólafur Arnarson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: