- Advertisement -

Stefna Seðlabankans er brostin

Vilhjálmur Birgisson:

Ég skal fúslega viðurkenna að ég hef gríðarlegar áhyggjur af komandi mánuðum enda sýnist mér að það stefni í brotlendingu í íslensku samfélagi.

Efnahagur Það er löngu orðið ljóst að stefna Seðlabankans til að „berjast“ við verðbólguna er löngu töpuð og morgunljóst að aðferðafræði þeirra við að hafa stýrivexti hér í tæpum 10% hefur beðið algjört skipbrot.

Við erum með langhæstu stýrivextina miðað við þau lönd sem við viljum helst bera okkur saman við þrátt fyrir það eru verðbólgan enn og aftur á uppleið og miklu hærri en í samanburðalöndum

Hún er líka á uppleið þrátt fyrir að búið sé að ganga frá afar hóflegum kjarasamningum nánast á öllum íslenskum vinnumarkaði til fjögurra ára.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Verðbólgan er líka á uppleið þrátt fyrir að ferðamönnum hafi fækkað um hvað 9% eða svo og er verðbólgan líka á uppleið þrátt fyrir að hagvöxtur sé nánast í frjálsu falli, enda er jafnvel gert ráð við neikvæðum hagvexti í ár en árið 2022 var hann jákvæður um allt að 9% og rúm 4% í fyrra.

Enn og aftur eru það viðskiptabankarnir og fjármálakerfið sem sleikja útum yfir okurvöxtum Seðlabankans enda nægir að horfa á afkomutölur bankanna því til sönnunar.

Að hugsa sér að uppundir 40% af verðbólgunni síðustu 10 ár er vegna framboðsskorts á íbúðarhúsnæði sem hefur leitt til þess að íbúðarverð og leiguverð hefur rokið upp. Í dag er verið að byggja um 1600 íbúðir en þörfin er 5000 þúsund íbúðir.

Síðan koma fjárfestar og kaupa 9 af hverjum 10 íbúðum sem koma á markaðinn og unga fólkið og fyrstu kaupendur komast ekki inn á húsnæðismarkaðinn m.a. vegna framboðsskorts og himin hárra vaxtakjara.

Ég skal fúslega viðurkenna að ég hef gríðarlegar áhyggjur af komandi mánuðum enda sýnist mér að það stefni í brotlendingu í íslensku samfélagi ef ekkert verður að gert. Enda nægir að nefna að uppundir 300 milljarða af óverðtryggðum föstum húsnæðisvöxtum heimilanna eru að losna á þessu ári með þeim afleiðingum að vaxtabyrði heimilanna mun aukast frá 70% til 100% á einni nóttu.

Ef allt væri eðlilegt væri búið að kalla Alþingi saman til að fara yfir þessa stöðu enda er hún grafalvarleg og ábyrgð stjórnvalda á ástandinu mikil. Eitt er víst að okurvextir fjármálakerfisins eru svo sannarlega ekki að skila þeim árangi sem almenningi er „talið“ trú um að þeir muni gera og það nema síður sé.

Já peningastefna Seðlabankans hefur beðið skipbrot og Alþingi getur ekki spókað sig í sumarfríi á meðan óveðursskýin hrannast upp eins og íslenska sumarið í ár er búið að vera!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: