- Advertisement -

Guðlaugur Þór svæfir andstöðuna

„Sigrihrósandi ráðherra hefur fellt vakandi, baráttufulla varðstöðu umhverfismála að velli.“

Þröstur Ólafsson.

Þröstur Ólafsson hagfræðingur skrifar:

Umhverfismál „Svipuð viðbrögð voru líkleg. Þetta er þó útsmognara en ég hefði trúað. Bjóst ég þó ekki við neinum gleðifregnum. Þegar Umhverfisráðuneytið var lagt inn sem skúffa í Orkumálaráðuneytið var ljóst hvert stefndi.

Umhverfis- og loftlagsmál voru íhlaupamál sem nota mátti til spari þegar vindáttin var hentug. Draga þurfti úr þeirri þyngd sem Umhverfisráðuneytið hafði í þjóðmálum liðins tíma, þar sem ráðuneytisstjórar gátu orðað ummæli sín á annan hátt en ráðherrarnir.

Með þeim skipulagsbreytingum sem nú hafa verið kunngjörðar verða settar á fót þrjár stofnanir með forstjóra í dreifðum byggðum landsins, jafnvel án starfsfólks sem vinna má áfram í Reykjavík.

Varðstaðan um umhverfið mun veikjast,

Allar verða þær veikburða, hafa ekki stuðning hver af annarri, því megin tilgangurinn með staðsetningunni er ekki skilvirkni og málefnaleg vinnubrögð, heldur aukin atvinnustarfsemi út um land.

Varðstaðan um umhverfið mun veikjast og verða algjört aukaatriði í þjóðmálaumræðunni. Auk þess sem ég þekki núverandi ráðherra illa ef hann mun ekki nýta sér rétt sinn og skipa velþóknanlega í embættin. Þar að auki er það vel þekkt að einstaklingar og stofnanir bera dám af umhverfi sínu og aðlagast því, þótt í andstöðu sé við tilgang og verkefni slíkra stofnana.

Sigrihrósandi ráðherra hefur fellt vakandi, baráttufulla varðstöðu umhverfismála að velli.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: