- Advertisement -

Segir dekrið við hælisleitendur vera meginskýringuna á fylgishruni XD

„Árleg­ur kostnaður við hæl­is­leit­end­ur nem­ur ekki bara upp­gefn­um 25 millj­örðum á ári, 40-50 millj­arðar er nær lagi.“

Einar S. Hálfdánarson.

„Á síðasta lands­fundi Sjálf­stæðis­flokks­ins létu Davíð Þor­láks­son for­stjóri borg­ar­lín­unn­ar og Jón Gunn­ars­son þv. dóms­málaráðherra „sam­ræm­ing­ar­nefnd“ fella út þegar samþykkta til­lögu um að Ísland hæfi landa­mæra­vörslu. Hið sama gerðu þeir við til­lögu um að út­lend­um flug­fé­lög­um yrði gert að fara að ís­lensk­um lög­um. Árleg­ur kostnaður við hæl­is­leit­end­ur nem­ur ekki bara upp­gefn­um 25 millj­örðum á ári, 40-50 millj­arðar er nær lagi. Ekk­ert hef­ur verið Sjálf­stæðis­flokkn­um dýr­ara en dekrið við ólög­lega hæl­is­leit­end­ur til að þókn­ast fá­menn­um hópi vinstra­fólks sem öskr­ar á Aust­ur­velli þegar aðrir eru í vinnu. Þar er kom­in meg­in­skýr­ing­in á fylg­is­hruni flokks­ins (sem ég hafði reynd­ar spáð að gefnu til­efni),“ segir í nýrri Moggagreins eftir Einar S. Hálfdánarson hæstaréttarlögmann og félaga í Sjálfsstæðisflokknum.

„Á lands­fund­in­um sem endaði með and­stöðu við herta landa­mæra­vörslu kom fram að hún hefði enga þýðingu. Þáver­andi ráðherra kvað þetta niður­stöðu ráðuneyt­is­ins. Hvað vita emb­ætt­is­menn í dóms­málaráðuneyt­inu sem er­lend­ir koll­eg­ar ekki vita? Ég hef gengið í öfl­un skjala skv. upp­lýs­inga­lög­um til að lesa mér til um rann­sókn­ir og niður­stöðu ráðuneyt­is­ins. Sama hef ég gert varðandi flug­f­arþegalista sem út­lend flug­fé­lög neita að af­henda, en Skatt­ur­inn kveður það viðskipta­leynd­ar­mál og neit­ar mér um gögn­in!“

Einar skrifar áfram:

…hann tor­tímdi sjálf­um sér.

„En viti menn; hvorki dóms­málaráðuneytið né rík­is­lög­reglu­stjóri eiga papp­írssnifsi þar sem rök­studd afstaða er tek­in til lok­un­ar landa­mæra. Ráðuneytið hef­ur ein­fald­lega ekki skoðað kosti þess og galla með form­leg­um hætti, en full­yrðir samt, gagn­stætt öðrum lönd­um, að það sé gagns­laust! Ólög­leg­ir hæl­is­leit­end­ur halda því áfram að flykkj­ast til Íslands í boði emb­ætt­is­manna sem ekki gæta að starfs­skyld­um sín­um. Þótt nokkuð hafi dregið úr halda millj­arðarn­ir áfram að hlaðast upp. Það er t.d. bráðnauðsyn­legt að neita íbú­um frá Venesúela um komu til lands­ins nema þeir hafi vísa vegna al­mennr­ar mis­notk­un­ar þeirra á hælis­kerf­inu. Það má ekki bregðast við neyðarástandi, segja emb­ætt­is­menn­irn­ir; þeir þurfa sem sé að fara í starfs­nám til Finn­lands.

Emb­ætt­is­menn gefa alltaf sömu ráðin: „Ekki gera neitt; það gæti verið and­stætt lög­um og við þurf­um að passa okk­ur til að var­ast hugs­an­lega laga­ábyrgð.“ En rík­is­sjóði blæðir. Fyr­ir stjórn­mála­flokk er það ekki góð ráðgjöf að fara eft­ir. Betra ráð er „ekki gera ekki neitt“. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur fetað vand­lega í fót­spor danska Íhalds­flokks­ins eins og ég hef bent á; hann tor­tímdi sjálf­um sér. Enn er hægt að grípa í taum­ana, en aðeins eru nokkr­ir mánuðir til stefnu.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: