- Advertisement -

Fyrrum samherjar í átökum í Alþingi

„…það sýnir hversu mikilvægt það er að auðlindir þjóðar séu ekki skiptimynt við ríkisstjórnarborðið…“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Stjórnmál „Eftir stendur að mínu mati, núna þegar við erum búin að tala um lagareldismálið, og ég ætla bara rétt að vona að það fari ekki áfram í bili a.m.k., að það sýnir hversu mikilvægt það er að auðlindir þjóðar séu ekki skiptimynt við ríkisstjórnarborðið. Bara það að einni ríkisstjórn hafi tekist að setja inn ótímabundnar heimildir þegar kemur að auðlindum þjóðar, fjörðunum okkar sem eru sameign þjóðarinnar, þá verðum við að hafa það skýrt í stjórnarskránni að auðlindir eru okkar, eru þjóðarinnar, eru Íslendinga. Við verðum að gæta þess og hafa þetta mjög skýrt þannig að næsta ríkisstjórn, sama hvernig hún verður samsett, geti ekki sett svona mál fram eins og var gert með lagareldið,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, þegar hún og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.

Þorgerður Katrín spurði:

„Ég vil spyrja hæstvirtan forsætisráðherra: Er hann reiðubúinn að beita sér af einurð í að taka það ákvæði inn í þessa vinnu sem fyrir liggur hjá okkur formönnunum?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

„KEMUR EKKI TIL GREINA AÐ ÉG TALI…“

Bjarni Bernediktsson.

„Ég hafna því að það sé ágreiningur við mig sem snúist um það að ég vilji að einhver geti fengið varanlega til eignar og ráðstöfunar einhverjar sameiginlegar eignir ríkisins. Þetta er bara rangt, ég vísa þessu algerlega til heimahúsanna,“ þetta sagði Bjarni og hélt áfram:

„Kemur ekki til greina að ég tali fyrir einhverri slíkri stefnu, hef aldrei gert það og mun ekki gera. Sá sem heldur sig vera í ágreiningi við mig um þetta er að misskilja málið. Ef við getum komist niður á sameiginlegan skilning um að umræðan um tímabundnar og varanlegar heimildir er ekki svona klippt og skorin eins og hv. þingmaður er að tala um þá held ég að við getum náð góðum árangri, t.d. við breytingar á stjórnarskránni. En Róbert Spanó hefur útskýrt það vel fyrir formönnum flokkanna, sem hafa setið þessa fundi, að málið er ekki eins og háttvirtur þingmaður er að leggja upp með hér í þingsal.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: