- Advertisement -

Yfirmenn ráðherrans í ráðuneytinu segja nei

Fáir hafa meiri reynslu af starfi innan ráðuneyta en ritstjóri Morgunblaðsins. Því ber að hlusta þegar hann segir frá því sem þar gerist, eða getur hafa gerst. Því þá er talað af reynslu.

Í Staksteinum ritstjórans í dag segir frá skilningi hans á umræðu í Alþingi í gær.

Smári McCarthy, þingmaður Pírata, spurði þá Benedikt Jóhannesson, efnahags- og fjármálaráðherra, út í tryggingagjald. „Smári vildi vita hvort ráðherra hygðist leggja til lækkun gjaldsins, hvort eitthvað stæði í vegi fyrir lækkun þess og hvort það væri rétt að það hefði hlutfallslega meiri áhrif á rekstur lítilla og meðalstórra fyrirtækja en á rekstur stærri fyrirtækja,“ segir í Staksteinum.

Þar segir einnig: „Benedikt staðfesti að mælingar ráðuneytisins sýndu að tryggingagjaldið vægi mun þyngra hjá minni fyrirtækjum en þeim stærri, jafnvel tvöfalt þyngra. Hann sagði líka að ríkisstjórnin stefndi að lækkun tryggingagjalds „á kjörtímabilinu“ en að nákvæm tímasetning mundi ráðast af aðstæðum.“

Síðan kemur að ókeypis innsýn í starf ráðuneyta: „Ráðherra lagði einnig áherslu á að gjaldið hefði mikilvæg sveiflujafnandi áhrif. Hann svaraði því ekki beint hvort eitthvað stæði í vegi lækkunar gjaldsins, en ekki fór á milli mála að yfirmenn hans í ráðuneytinu hafa miklar efasemdir um að leyfa honum að lækka þrátt fyrir kjöraðstæður.“

Ritstjórinn er ekki ánægður með framgöngu Píratans: „Og það sérkennilega var að þegar Smári fékk þessi óljósu svör varð hann himinlifandi með þau og fór að fabúlera um mögulega þrepaskiptingu gjaldsins í stað þess að þrýsta á um lækkun þess. Skattgreiðendur skulu með öðrum orðum ekki reikna með að þessir tveir standi saman um lækkun tryggingagjaldsins á næstunni.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: