Dómsmál
„Ég má til með að nýta tækifærið og spyrja hæstvirtan dómsmálaráðherra: Er gert ráð fyrir byggingu þessarar varðhaldsmiðstöðvar á yfirstandandi kjörtímabili? Hvernig birtist sú fjármögnun í fjármálaáætlun? Ég vek athygli á að gert er ráð fyrir að framlög til almanna- og réttaröryggismála dragist saman um 2,6 milljarða kr. milli áranna 2024–2029. Samt eru biðlistar í fangelsum landsins. Það liggur líka fyrir að ekki færri en fjórir dómar vegna kynferðisbrota hafa fyrnst á liðnum áratug, ofbeldisbrotin 31. Hér á vissulega að byggja nýtt fangelsi við Litla-Hraun fyrir karlfanga en enn eru a.m.k. fimm ár í að það geti tekið til starfa.“ sagði Dagbjört Hákonardóttir Samfylkingu, þar sem hún spurðist fyrir um hugsanlegt fangelsi á Litla-Hrauni.
„Við erum sömuleiðis að leita allra leiða til þess að stytta biðlistana. Í því augnamiði hef ég sett af stað starfshóp með það að markmiði að endurskoða allt fullnustukerfið hér á landi. Við munum leita allra leiða til þess að vinna niður biðlistana en ekki síður að leita leiða til að einstaklingar geti afplánað sína dóma og þá ekki endilega í harðlokuðu öryggisfangelsi,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.