- Advertisement -

Ólíkt hér og í Noregi

Eftir dóm námsmannsins fékk ég, án þess að ganga eftir því, barnabæturnar og það aftur í tímann, frá því að ég flutti lögheimilið til Danmerkur.

Marinó G. Njálsson.

Marinó G. Njálsson skrifaði:

Samfélag Viðbrögð við áliti EFTA-dómstólsins um breytilega vexti húsnæðislána eru nánast svört og hvít þegar litið er Noregs annars vegar og Íslands hins vegar. Hér á landi eru viðbrögð samtaka fjármálafyrirtækja að allt sé í lukkunar velstandi og bankarnir séu með allt sitt á hreinu. Í Noregi hafa menn áhyggjur og telja að bankarnir þurfi að kíkja á aðferðir sínar og laga hlutina einhver ár aftur í tímann.

Þetta sýnir í hnotskurn muninn á virðingu þessara tveggja landa fyrir lögum. Í Noregi er nóg að komi álit um að eitthvað sé ekki í lagi, til að málin eru skoðuð. Hér á landi duga ekki dómar með mikið fordæmisgildi til að einhverju sé breytt, heldur er hreinlega ætlast til þess að hver og einn í sömu stöðu þurfi að sækja rétt sinn fyrir dómstóla, vegna þess eins að örlítill blæbrigðamunur er á málunum.

Fyrir rúmum áratug, gekk dómur hjá Dómstóli Evrópusambandsins í mál sem norskur námsmaður höfðaði um rétt hans til SU (námsstyrks) í Danmörku. Dómurinn gekk Norðmanninum í vil. Viðbrögð danskra stjórnvalda var í samræmi við grundvallarniðurstöðu dómsins, en ekki bara hvort norskur námsmaður mætti fá SU án fyrri búsetu í Danmörku. Ég var á þessum tíma frekar nýlega fluttur til Danmerkur vegna vinnu. Hafði ég sótt um barnabætur og fengið þau svör, að ég þyrfti að búa í Danmörku í 2 ár til að fá þær. Eftir dóm námsmannsins fékk ég, án þess að ganga eftir því, barnabæturnar og það aftur í tímann, frá því að ég flutti lögheimilið til Danmerkur.

Þannig virkar þetta í siðmenntuðum samfélögum. Grundvallarreglur ganga þvert á málaflokka og ekki þarf að sækja réttindi fyrir dómstólum vegna þess að orðalag var með annarri beygingu eins og maður hefur stundum á tilfinningunni að sé hér á landi. Og ætluð þekking neytenda á tyrfnum texta er ekki afsökun fyrir því að fara ekki að lögum.

Greinina birti Marinó fyrst á eigin Facebooksíðu. Hún er birt hér með góðfúslegu leyfi höfundar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: