- Advertisement -

Meirihlutinn hafnar rannsókn á sjálfum sér

Meirihlutafulltrúarnir í borgarráði felldu tillögu Framsóknarflokksins um að kanna verði hvort borgarfulltrúa hafi brotið reglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum.

Í tillögunni er lagt til að innri endurskoðanda og regluverði verði falið að kanna möguleg brot á reglum borgarstjórnar um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum borgarfulltrúa og reglum Fjármálaeftirlitsins um meðferð innherjaupplýsinga.

Í bókun um þetta mál segir: „Í framlögðum umsögnum kemur m.a. fram að regluvörður telur ekki æskilegt að honum verði falin slík könnun m.a. með vísan til þess að hann skal vera sjálfstæður í störfum sínum og að innri endurskoðun telur ekki þörf á frekari könnun af sinni hálfu m.a. með vísan til þess að forsætisnefnd hefur þegar ákveðið að endurskoða reglurnar og fer sú vinna fram á þeim vettvangi og mun væntanlega ljúka á næstu mánuðum.“

Þá kemur fram að aðeins borgarfulltrúi Framsóknarflokksins hafi einn kjörinna fulltrúa farið í gegnum ítarlega skoðun af hálfu innri endurskoðana á öllum sínum skráningum miðað við ákveðinn tímapunkt, en aðrir borgarfulltrúar hafa ekki fengið sambærilega málsmeðferð.

Þá segir að ekkert hafi komið fram sem segir að ekki sé þörf á skoðun; „…af því að allt hafi verið uppi á borðunum í hagsmunaskráningu borgarfulltrúa, heldur einmitt frekar bent á að þetta sé í farvegi annarsstaðar í kerfinu og því ekki aðhafst í málinu að sinni.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: