- Advertisement -

Kjánaskapur Hagstofunnar

Marinó G. Njálssson skrifar:

Efnahagur Fyrir um hálfu ári ákvað Seðlabankinn að halda vöxtum sínum óbreyttum vegna reikniskekkju sem hafði orðið um tveimur árum áður um hagvöxt. Seðlabankinn taldi þar með að meiri spenna væri í þjóðfélaginu en hann hafði gert ráð fyrir. Á þeim tíma spáði bankinn 2,6% hagvexti á þessu ári. Enn var ekki hægt að lækka vexti í febrúar, þegar spá um hagvöxt hafði þó lækkað í 1,9%.

Núna er útlit fyrir að hagvöxtur verði mun minni, en spár bankans hafa sýnt, þó vissulega komi ný spá í dag. Greiningadeildir bankanna spá allt niður í 0,5% hagvöxt. Þetta er yfir 80% lækkun á um 6 mánuðum.

Í fyrramálið verður kynnt ákvörðun Seðlabankans um vexti samhliða útgáfu Peningamála með nýrri spá um hagvöxt. Þar sem ég er fyrir löngu hættu að búast við einhverri rökhyggju hjá Seðlabankanum, þá reikna ég með óbreyttum vöxtum, en tel sjálfur svigrúm til þess að þeir lækki niður í 7,25%.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Íslendingar gætu þurft að bíða heilt ár.

Helstu kenningar í peningamálafræðum ganga út á, að það taki breytingar á vöxtum seðlabanka um 12-18 mánuði að koma fram. Það þýðir að sé hagkerfið að stefna í samdrátt, þá sé í raun engin ástæða til að ætla að uppsveifla hefjist fyrr en um 12-18 mánuðum eftir að vextir taka að lækka. Að því gefnu, að kenningarnar virki þannig, að hækkun vaxta leiði til þess að hagvöxtur minnki og lækkun vaxta hafi öfug áhrif.

Íslendingar gætu þurft að bíða heilt ár, þar til þess muni í raun gæta, þó bankinn lækki vextina. Á þessu ári mun skuldastaða heimila og fyrirtækja versna, atvinnuleysi ætti samkvæmt öllu að aukast, samdráttur heldur áfram í fjárfestingum og húsbygginum og þetta síðast nefnda mun viðhalda hárri verðbólgu. Hámark kjánaskapsins er að halda að raunkostnaður heimilanna breytist við að nota leiguígildi til að mæla breytingar á reiknaðri húsaleigu.

Þó svo að Hagstofan breyti aðferðum sínum við mælingu á verðhækkunum húsnæðis í vísitölu neysluverðs, þá mega menn ekki trúa því að þróun verðhækkananna verði einhver önnur. Þetta er eins og að hætta að mæla hitastig í Celsíusgráðum og taka í staðinn upp Fahrenheitgráður og halda því fram að hiti breytist örar vegna þess. Mér fannst seðlabankastjóri gefa í skyn að ný aðferð muni breyta miklu. Ég vil hins vegar mæla með því við alla sem treysta á mælingar og útreikninga Hagstofu, að bera saman verðbólgu með nýrri aðferð og þeirri eldri. Jafnframt hvet ég Hagstofu til að gera báðar mælingar aðgengilegar.

Greinin birtist fyrst á Facebooksíðu Marinós. Hún er birt hér með leyfi Marinós.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: