- Advertisement -

Þjóðin eld­ist og við þurf­um fleira heil­brigðis­menntað starfs­fólk

Ég setti nám í heil­brigðis­vís­ind­um í for­gang strax í upp­hafi kjör­tíma­bils og við rík­is­stjórn­ar­borðið hafa verið lagðar fram sam­eig­in­leg­ar aðgerðir í þágu heil­brigðis­mennt­un­ar.

Stjórnmál Aðgang­ur að öfl­ugu heil­brigðis­kerfi er einn helsti mæli­kv­arðinn á lífs­gæði. Við stjórn­mála­menn get­um gert alls kyns áætlan­ir, gefið lof­orð um betri þjón­ustu eða lægri kostnað – en við ger­um þó ekk­ert án fólks sem hef­ur sér­fræðiþekk­ingu og mennt­un sem þarf til að bjóða hér upp á góða og ör­ugga heil­brigðisþjón­ustu.

Það er skort­ur á heibrigðis­menntuðu fólki á heimsvísu og sam­keppn­in um fólk er mik­il. Íslenska þjóðin er að eld­ast og við þurf­um enn fleira heil­brigðis­menntað starfs­fólk á næstu árum. Ný­sköp­un og bætt verklag get­ur dregið úr mannaflaþörf og létt und­ir með starfs­mönn­um en það breyt­ir því ekki að nauðsyn­legt er að fjölga há­skóla­menntuðu heil­brigðis­starfs­fólki. Við verðum að út­skrifa fleiri nem­end­ur og við verðum að skapa þannig um­hverfi að þeir sem mennta sig er­lend­is vilji koma heim aft­ur og starfa hér á landi.

Ég setti nám í heil­brigðis­vís­ind­um í for­gang strax í upp­hafi kjör­tíma­bils og við rík­is­stjórn­ar­borðið hafa verið lagðar fram sam­eig­in­leg­ar aðgerðir í þágu heil­brigðis­mennt­un­ar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ný­sköp­un og tækninýj­ung­ar eru nýtt­ar…

Ein helsta hindr­un­in í fjölg­un nem­enda í heil­brigðis­vís­ind­um hef­ur verið verk­námið á heil­brigðis­stofn­un­um. Verk­legi þátt­ur náms­ins hef­ur verið flösku­háls­inn þar sem heil­brigðis­stofn­an­ir hafa hvorki aðstöðu né mann­skap til að taka á móti fleiri nem­end­um.

Þess vegna tók­um við heil­brigðisráðherra hönd­um sam­an og sett­um fjár­magn í færni- og hermi­set­ur en þar er tækn­in nýtt til að herma eft­ir raun­veru­leg­um aðstæðum í ör­uggu um­hverfi und­ir leiðsögn án þess að heilsu og lífi sjúk­lings sé stefnt í hættu. Ný­sköp­un og tækninýj­ung­ar eru nýtt­ar við þjálf­un nem­enda og vegna þessa get­um við fjölgað nem­end­um í heil­brigðis­grein­um veru­lega næstu árin.

Árang­ur­s­tengd fjár­mögn­un há­skóla trygg­ir að heil­brigðis­vís­indi verði bet­ur fjár­mögnuð en áður. Fram­kvæmd­um við hús Heil­brigðis­vís­inda HÍ var flýtt og við höf­um for­gangsraðað fjár­veit­ing­um til heil­brigðis­vís­inda­sviða há­skól­anna.

Íslenska heil­brigðis­kerfið er hvort tveggja í senn um­fangs­mesti hlut­inn í rekstri hins op­in­bera og sá stærsti í út­gjöld­um. Með því að nýta ný­sköp­un og sta­f­ræn­ar lausn­ir get­um við bætt starfs­um­hverfi heil­brigðis­starfs­fólks til muna, dregið úr kostnaði til lengri tíma og bætt þjón­ustu við sjúk­linga. Mik­il­vægt er að minnka þann tíma sem lækn­ar og annað heil­brigðis­starfs­fólk verja við skriffinnsku, tíma þeirra er bet­ur varið í það að sinna fólki.

Það hef­ur verið for­gangs­mál að inn­leiða ný­sköp­un í ís­lenska heil­brigðis­kerfið með Flétt­unni þar sem fjöldi heil­brigðis­stofn­ana fær stuðning til að inn­leiða nýj­ar lausn­ir. Það er verk að vinna og mik­il­vægt að við nýt­um ný­sköp­un og inn­leiðum tækninýj­ung­ar um leið og við fjár­fest­um í mennt­un og fjölg­um menntuðu heil­brigðis­starfs­fólki.

Fjár­fest­um í fólki og tækni – fyr­ir fólk.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: