- Advertisement -

Hriktir í stoðum Vinstri grænna

„Neikvæð áhrif slíkrar erfðablöndunar geta komið fram strax eða mörgum kynslóðum síðar og skaðað þannig erfðasamsetningu og aðlögunarhæfni laxastofna til framtíðar.“

Bjarni Jónsson.

Stjórnmál Bjarni Jónsson, þingmaður VG og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, skrifar eftirtektarverða grein sem birt er á Vísi. Bjarni kom til greina sem ráðherra en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir var valin frekar en Bjarni. Kannski hefur ákveðin afstaða hans ráðið einhverjum um það. En hvað skrifaði Bjarni Jónsson?

„Á hverjum degi fáum við nú hræðilegar nýjar fréttir af umfangi þess umhverfisskaða sem strok þúsunda frjórra eldislaxa úr sjókvíum Arctic Seafarm í Patreksfirði er að valda. Upp er kominn gjörbreytt staða fyrir verndun villtra íslenskra laxastofna, sem krefst tafarlausra aðgerða.

Það þarf nú þegar að hefjast handa við endurskoðun á áhættumati erfðablöndunar við norska eldislaxa og grípa til annarra þeirra aðgerða sem þörf er á til að vernda stofnana. Bæta eftirlit og draga þau stórfyrirtæki sem að baki standa til enn frekari ábyrgðar gagnvart eigin starfsemi, eftirliti og samfélagslegri ábyrgð gagnvart þeim samfélögum sem þau starfa í og þeirri stöðu sem þau kunna að verða sett í vegna aðgerða sem þarf að grípa til gagnvart fyrirtækjunum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Nú er það að gerast sem margir óttuðust…

Nú er það að gerast sem margir óttuðust, að kynþroska norskur eldislax syndi um þúsundum saman við strendur landsins eftir umhverfisslys og leiti upp í íslenskar ár til hrygningar. Blandist þar við náttúrulega laxastofna með óafturkræfum áhrifum. Við stofna sem aðlagast hafa einstökum ám og náttúru þeirra í þúsundir ára. Neikvæð áhrif slíkrar erfðablöndunar geta komið fram strax eða mörgum kynslóðum síðar og skaðað þannig erfðasamsetningu og aðlögunarhæfni laxastofna til framtíðar.

Í 3 mgr. 6 gr. laga varðandi áhættumat erfðablöndunar segir „Áhættumat skal endurskoða svo oft sem þörf þykir en þó eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti.“ Það er algerlega ljóst að sú fordæmalausa staða sem er nú komin upp kallar á að það mat verði tekið upp og endurskoðað í ljósi gjörbreyttra forsendna.

Styrkja þarf regluverk er tekur til ábyrgðar eldisfyrirtækjanna sjálfra, með skýrum og skilvirkum viðurlögum sem fela í sér nægjanlega hvatningu til að fyrirtækin sýni umhverfisáhrifum starfsemi sinnar enn frekari virðingu.

Ég vil benda á að matvælaráðherra tilkynnti, við upphaf stefnumótunar síðasta vor, að leyfisveitingar á nýjum svæðum væru á pásu meðan unnið væri að langtímastefnu. Einnig setti matvælaráðherra af stað endurskoðun á ferlum gagnvart stroki eldislaxa og er nú unnið að innleiðingu þeirra aðgerða. Ég fagna þeirri vegferð matvælaráðherra.“

Matvælaráðherrann er ekki en manneskja. Svandís Svavarsdóttir var matvælaráðherra og eins Katrín Jakobsdóttir, sem tók við embættinu meðan Svandís var í veikindaleyfi. Það er svo Bjarkeyjar að landa frumvarpinu sem féll í grýttan jarðveg. Það verða hörð pólitísk átök um þetta mál og mun örugglega hafa áhrif á forsetaframboð Katrínar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: